Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 125
123
Hlln
eins og venjuleg brún sósa og er nokkru af henni dreift yfir
ostinn á fatinu, en nokkuð borið með. Kartöflurnar eru helst
brúnaðar í smjöri og bornar með vel heitar.
Eggjakaka: — Víða hagar svo til hjer á landi, að á vissum
tímum árs er til rnikið af eggjum, æðareggjum, svartbakseggj-
um, kríueggjum og jafnvel hænueggjum, sem stundum eru svo
ódýr, að vel borgar sig að nota þau mikið til matar. — Egg,
sjerstaklega sjófuglaegg, er fremur leiðigjarn matur, þegar
til lengdar lætur, og eggjakökur eins og þær voru alment til-
reiddar hjer á landi áður fyr, og' eru viða enn, voru ekki lyst-
ugar. — Hjer er lýsing' á ágætri eggjaköku, sem mörgum mun
falla vel í geð og sem fyllilega getur jafnast á við bakaríis-
tertu: 10 æðaregg, þeytt, 1 pd. haframjöl, 1 pd. hveitimjöl,
mjólk, sykur, dropar. Á haffamjölið er helt sjóðandi vatni og
látið standa eina klukkustund. Þá eru eggin, vel þeytt, hrærð
út í, þá hveitið, sykurinn, mjólkin og bragðbætirinn. Jafnað
þar til þetta er hæfilega þykk pönnuköku-»soffa«. — Bakað
sem pönnukökur í þykkara lagi. Hlaðinn skorinn sem terta,
þeyttur rjómi borinn með eða settur yfir. Ef mikið er við haft,
má hafa mauk með (sultutau) og punta kökuna sem aðra
tertu, en þess er ekki þörf, hún er góð án þess.
Að þeyta egg ásarnt sykrinum í súpuskálinni og jafna með
ýmsum súpum, fullsoðnum, er holl og góð notkun á hvers kyns
eggjum sem er. B.
Slcaftárt.unguoslur. — Skaftártunguostarnir hafa þótt góðir,
og ætti jeg ef til vill að segja þjer um þá aðferð, sem hjer hef-
ur verið notuð til ostagerðar, en hún er hvorki margbrotin nje
vandamikil.
Mjólkin er hituð þar til hún er vel nýmjólkurvolg, þá er
hleypirinn látinn í, og þess gætt, að ekki logaði undir pottinum
á meðan var að hlaupa. Svo þegar hlaupið var vel í pottinum,
var hrært i við hægan eld, fyrst hægt, svo hraðara, þangað til
að hlaupstykkin eru orðin mjög smágerð, eða eins og mylsna.
Þá er potturinn tekinn af eldinum og' breitt vel yfir hann,
þannig' var hann látinn standa í 5—10 mín., þá var osturinn
hnoðaður vel saman og látinn í ílát og snúið nokkrum sinnum
í látinu, og hnoðaður enn. — Sumir höfðu hlemm ofan á hon-
um og settu hann undir farg, sú aðferð reyndist ekkert betri,
ostarnir urðu ekki eins mjúkir. Osturinn var látinn vera í ílát-
inu einn sólarhring, tekinn svo úr því og saltaður vel á bæði
borð, eða þá Játinn liggja í saltpækli. Þegar hann þótti vera
búinn að vera nógu lengi í saltjnu, var hann þurkaður upp og