Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 90
88
Hlln
og óbætanlegur, því maðurinn kunni ekki að kveikja
eld. Hans varð að gæta með mikilli nákvæmni. Það
var engan veginn ljett verk. En það er einmitt þessi
nýja skyldukvöð, sem eldurinn lagði á manninn, þessi
umhyggja og nákvæmni er með þurfti, sem þroskaði
hann og ummyndaöi alla tilveni hans og varð undirrót
að öllu fjelagslífi hans.
Þessu nýja húsdýri var líka hætta búin bæði af vætu
og vindi, það varð að hlúa að því, það varð að skýla
því, og það varð líka konunnar hlutverk. Heimilið var
komið, listaverk konunnar. Þeir vissu það ekki karl-
arnir, hvað þeir gerðu, er þeir gáfu sig undir vald
konunnar á heimilinu. — Smásaman varð meiri fjöl-
breytni í matargerðinni, konan brendi leirker í eldi, þá
voru matarílát fengin, sem þoldu eldinn. Brátt fór
konan líka að flytja heimað ýmsar bragðgóðar ilmandi
jurtir og gróðursetja ski'autblóm til prýðis.
Það er umhyggjunni fyrir hinu ósjálfbjarga húsdýri,
sem við eigum arineldinn að þakka og það hlje, sem
heimilið veitir, ættræknina, já, alt hið reglubundna
líf, í stuttu máli sagt, alt það sem menningarlíf getur
heitið, og það sem gerir lífið nokkurs virði.
Enginn maður veit hvílíkur óratími leið frá því að
maðurinn lærði að nota eldinn og þangað til hann
lærði aö kveikja eld. En stórt spor var stigið frá því
að vakta hann í skóginum og þangað til hægt var að
geyma hann svo vel frá kynslóð til kynslóðar að það
mátti flytja hann langar leiðir yfir lönd og höf. Það
var ekki ljett verk. — Það var furðulegt, hve fundvís-
ar þjóðirnar um heim allan hafa verið á alt þurt elds-
neyti til að viðhalda eldinum og lífga hann, ef hann
var að dauða kominn, og hve hugvitssamar þær hafa
verið um geymslu á uppkveikjunni, því það var lífs-
skilyrði fyrir kynstofninn að láta ekki eldinn deyja,
þess voru dæmi að um eldinn var barist upp á líf og