Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 118
það sá ennfremur, að helmingur þaksins hafði verið rofinn af
gistihúsinu, og að það hafði ávalt horft á umhverfi þorpsins
síns, en ekki á neitt málverk! —
Sitt af hverju.
Kvenfjelagasamband Islands efndi til Landsþíngs í Reykja-
vík frá 11.—15. júní s. 1. Voru þar mættir 15 fulltrúar frá
kvennasamböndum landsins, auk stjórnarinnar. Á þinginu voru
samþyktar ýmsar merkar tillögur. Þar á meðal þessi um Hús-
mæðrafræðsluna: »3ja landsþing kvenna leggur til, að 3 konur
sjeu kosnar í nefnd til undirbúnings kenslukvennaskóla í mat-
reiðslu, er sje í sambandi við húsmæðraskóla, sem væntanlega
kemur á stofn sunnanlands. Nefndin skal skipuð þannig, að
ein kona sje úr Reykjavík og 2 annarstaðar af landinu, skal
nefndin afla sjer sem víðtækastrar þekkingar á þessum málum
og leggja ákveðnar tillögur í þessu efni fyrir Alþingi í síðasta
lagi 1937. Tillögur nefndarinnar skulu einnig' sendar kvenna-
samböndum úti um landið og leitað styrks hjá þeim«.
Tillögunni fylgdi svohljóðandi greinargerð:
Vegna fjölgunar húsmæðraskólanna í landinu verður þörfin
sífelt meiri fyrir vel mentaðar kenslukonur. Einnig fjölgar nú
stöðugt opinbérum stofnunum, t. d. sjúkrahúsum og' skólum,
er þurfa á góðum matreiðslukonum að halda, sem þurfa nauð-
synlega að hafa þekkingu á efnasamsetningi matvæla og verð-
lagi. Myndi þá oft vera farið betur með fje, ef sú þekking væri
til staðar.
Það er því okkar álit, að þessar konur og kenslukonurnar við
húsmæðraskólana, þurfi sjerstaka vísindalega fræðslu, miðaða
við íslenskt náttúrufar, og að afkoma þjóðarinnar yrði mun
betri, ef þessu væri hrundið í lag«.
Þessar konur hlutu kosningu í nefndina: Frk. Jóninna Sig-
urðardóttir, Akureyri, formaður, Frú Margrjet Friðriksdóttir,
Seyðisfirði, Frú Ragnhildur Pjetursdóttir, Háteigi, Reykjavík.
Til vara: Frú Jónína Sigurðardóttir, Lækjarmóti, Frú Oddný
Guðmundsdóttir, Stórólfshvoli.
Stjórn Kvenfjelagasambands Islands skipa:
Ragnhildur Pjetursdóttir, formaður, Guðrún J. Briem og'
Guðrún Pjetursdóttjr.