Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 124
122
Hlin
í nokktir ár keypt »Hlín«. í árg. 1930 er á bls. 112 talað um
innlendar jurtir til lyfja, vil jeg leyfa mjer að skýra hjer frá
einföldu lyfi, sem mjer hefur reynst vel: Jeg tek tvo parta af
fjallagrösum, 1 af rjúpnalaufi, 1 af eini, 1 af blóðbjörg, sýð
þessi grös, eftir að jeg' hef hreinsað þau vel, í 10—15 mínútur,
sýja þá vatnið af grösunum og' læt kandissykur saman við
vatnið, ekki meira en svo, að aðeins finnist sætubragð af því.
— Þennan drykk hef jeg haft í mörg' ár, fæ aldrei kvef, hósta
aldi-ei, fæ aldrei gigt. — Einnig bý jeg mjer til nokkurskonar
krydd úr grösum, sem jeg hef í rúllupylsur og kjötpylsur. Jeg'
tek jafna parta af fjallagrösum, blóðbjörg og rjúpnalaufi.
Hreinsa grösin og læt þau í snarpheitt vatn, tek þau upp þeg-
ar þau eru orðin vel mjúk, læt síga af þeim vatnið, Mala þau
svo í kjötkvörn, blanda þessu grasamauki saman við strau-
sykur, salt og saltpjetur. — Líka hef jeg' saltað kjöt þannig
að ofan á hvert lag- í ílátinu læt jeg lag af hreinum fjall-
drapa (hrísi), helst að sem mest sje af laufum fast á hrísl-
unum. Af svona söltuðu kjöti verður súpan bragðgóð. —
Af Norðurla/ndi er shrifað: ■— Mig langar til að senda þjer
uppskrift af kaldri áfasúpu með hráum hafragrjónum, sem
jeg nota svo oft, og' sem fólki mínu þykir ágætismatur, hún er
holl og handhæg, sjerstaklega að sumrinu, þegar maður hefur
rabarbarann í garðinum.
Mig langar líka til að senda þjer aðra uppskrift af osti með
jarðeplum og sósu, sem jeg nota oft til miðdegisverðar. Getur
verið að fleiri húsmæður, sem hafa góð mjólkurráð, vildu nota
hana.
Áfasúpa: 3 1. áfir, 1 lítill bolli haframjöl, 3—4 leggir rabar-
bara, % ). vatn, 2 matskeiðar sykur, 1 lítill bolli rjómi.
Eabarbarleg'girnir eru þvegnir og skornir í bita, soðnir í
vatninu með sykrinum í tvær mínútur, látið kólna. Haframjöl-
ir er hrært út í kaldar áfirnar, rjóminn er þeyttur og' látinn
fyrst í súpuskálina, síðan áfirnar með haframjölinu og rabar-
barinn.
Mjólkurostur með lcartöflum: — 10 1. undanrenna, 1% tsk.
ostahleypir. Sósa: 30 gr. smjör, 30 gr. hveiti, Vz 1. kjötsoð, syk-
ur, salt, sósulitur eftir smekk.
Mjólkin er hituð f 35—40 gráður, ostahleypirinn settur út í,
látið standa nokkrar mínútur, þar til mólkin er hlaupin, þá
hrært í með gataspaða. Osturinn er þá settur í gatasigti og
pressaður ofurlítið. — Þegar osturinn er orðinn þjettur, er
hann skorinn í sneiðar og lagður á fat. — Sósan er búin til