Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 23
Hlín
21
koiiur taki þátt í stjórnmálum, beint eða óbeint, ef þaö
gæti orðið til þess,. að bæta og göí'gn póhtískan hugs-
unarhátt, og kemur ekki í bága við þau störf konunn-
ar, er síður má vanrækja.
Jeg sagði áðan, að tíminn væri aö mörgu leyti
breyttur, og að margt hefði breyst til hins betra, en
hins vegar eru nú svo mörg veður í lofti,. að segja má,
að allra veðra sje von, þurfa því einnig konurnar að
vera viö öllu búnar. Margs er að gæta og i mörg horn
að líta, bæði inn á við og út á viö.
Með hverri kynslóð er kona mannkynsins að verða
frjálsbornari. Starf hennar og staða þýðingarmeiri í
alheimsbaráttunni. Þetta nær einnig til okkar íslensku
kvennanna. Gleymum því ekki. Tökum eRki á móti
ókomna tímanum með tómlæti.
Jeg læt hugann reika víða, þegar jeg er búin að taka
pennann í hönd, og er í anda komm upp í sveit og far-
in aö ræða við kynsystur mínar um sameiginleg hugð-
arefni. Mjer er sveitin æl'inlega kær. Hún er gróðrar-
reitur bernsku minnár, og þar dvelur muni minn
mörgum stundum og minnist þess sem var. Þegar mað-
ur er barn, hugsar maður eins og barn og lifir í leikj-
um sínum og bernskuheimi, en þegar fuilorðinsárin
taka við, fer hugurinn að leita í aðrar áttir, þá fer
maður aö hugsa til hinna ungu, sem brátt eiga að taka
við af okkur hinum eldri, og leggja til sóknar og varn-
ar i lífsbaráttunni scm þeirra bíður.
Ef jeg ætti að svara því, hvaö það væri, er flestum
mæðrum iandsins barna lægi nú þyngst á hjarta, þá
mundi jeg svara því, að það hlyti að vera framtíð
barna þeirra, eins og það hefur vitanlega alltaf verið,
en sjerstaklega á þessum umbrotatímum. — Engum
dettur í hug aö halda, að blessuð börnin sjeu nú verri
en þau hafa áður verið. Langt frá, en það hlýtur að
vera margri móðurinni áhyggjuefni, að ef barnið