Hlín - 01.01.1961, Side 19
Hlín
17
þetta var mikið sem með þurfti á alla: Við börnin fjögur,
tveir prentnemar, tvær stúlkur, og svo pabbi og mamma.
Sem sagt ellefu manns í heimili. — Fingravettlingarnir
hennar ömmu voru mesta snild, jeg á eina livíta, mjög
fína, sem hún gaf mjer, þegar jeg var 9 ára.
í seinna skiftið, sem amma kom norður, vildi hún
kenna mjer að prjóna. — Það var alveg sama og með lest-
urinn, það gekk mjög illa, þó kom jeg af einum belg-
vettlingum, bara góðum. — Síðan er jeg á móti því, að
ömmur kenni börnunum. — Það er til að spilla vináttu
þeirra. — Ömmur eiga bara að segja sögur og kenna svona
ósjálfrátt, fallegar þulur, vers og bænir. — Með því að
hafa þetta oft yfir, þá lærist það ósjálfrátt og fylgir því
enginn skuggi af þvingun.
Á þessum árum gaf amma mjer Passíusálmana, og
prentaði faðir minn á blað, sem var límt á spjaldið fremst:
„Til Ragnheiðar Ingibjargar Björnsson á fyrsta sunnudag
í níu vikna föstu 1909, frá ömmu hennar Rannveigu I.
Sigurðardóttur. ‘ ‘
Nú liðu nokkur ár. — Við vorum komin til Reykjavík-
ur að læra, og mamma fór með okkur og hjelt heimili
fyrir okkur systkinin. — Það var seinni hluta sumars. —
Það stóð illa á. — Við höfðum flutt um vorið. — íbúðin
var veggfóðruð og máluð eftir að við komum, en það var
of seint. — Við vissum ekki, að fólkið sem þar bjó, hefði
um veturinn legið í taugaveiki og bömin í barnaveiki. —
Móðir mín og Björn bróðir minn lögðust í taugaveiki, og
var þetta hálfum mánuði, áður en Björn átti að taka stú-
dentsprófið. — Sigurður bróðir minn fjekk barnaveik-
ina. — Blessaður Guðmundur Hannesson stundaði sjúkl-
ingana og útvegaði lærða bjúkrunarkonu, sem stundaði
þau alt sumarið. — Fleiri veiktust ekki. — Tvö herbergi
voru í rishæðinni, og hýrðust þeir heilbrigðu þar. Sjúkl-
ingarnir voru í stofunni á miðhæðinni.
Já, það var seinni part þessa veikindasumars, að síra
Magnús, föðurbróðir, birtist í forstofunni með ömmu. —
2