Hlín - 01.01.1961, Side 119
Hlin
117
sóknari, hefði hann haldið áfram á þeirri braut, en listhneigðin
var öllu öðru yfirsterkari í fari lians. Sjómennskuna gaf liann upp
á bátinn, en sigldi til Iíaupmannahafnar, sennilega með lítil farar-
efni en góða námshæfileika, og gekk þar í listaháskóla. Úr þeim
skóla útskrifaðist Jói 1918. Minnir mig, að um líkt leyti tæki hann
sjer ættarnafnið Kjarval, sem er írskt að uppruna. Síðan hefur Kjar-
val lialdið óslitið áfram á listamannsbrautinni og er fyrir löngu
orðinn þjóðkunnur maður hjer á landi og þektur víða um lönd.
Jói þroskaðist ekki snemma að líkamsvexti, en eftir að hann fór
verulega að vaxa, óx liann hratt, og er nú, eins og fólk kannast
við, næstum risi að vexti.
Snemnia var Jói cftirtektarsamur og glöggskyggn á margt, líklega
það, sem kallað er „rýninn". Hann gaf nánar gætur að ýmsu því,
sem aðrir virtust varla sjá eða sáu alls ekki. Ber J)að ótvírætt vitni
um, að listamannsaugu Kjarlals liafi snennna verið opin.
Þægilegt var að vera með Jóa, þegar hann var drengur. I-Iann
var löngum ljettlyndur og glaður og liafði oft eitthvað hnyttið, bros-
legt cða fyndið að segja frá, svona í sinn hóp, og altaf tókum við
hinir nokkuð mikið tillit til hans.
Jói var líka snillingur að lierma eftir. Ef hann vildi Jiað við hafa,
náði liann bæði málrómi og allri orðgnótt Jjcss, sem hann ljek, og
jeg lield, að andlitið hafi líka orðið furðulega líkt. En ekki gjörði
bann mikið að Jjessu.
Snemma hafði Jói mikla löngun til að gleðja aðra, einkum kunn-
ingja sína, sem voru á líku reki og liann. Þó var hann ekki „loðinn
um lófana“, sem kallað er, á þeim árum.
Man jeg eftir, að einu sinni átti hann dálítið af myndablöðum,
sem hann gaf okkur, tveimur eða þremur strákum, sem hittum
hann í það skiftið, en á þeim áruni höfðu krakkar ekki svo mikið
af myndum að skoða, að þeir fcngi leiða á Jjví.
Gjafahneigð Kjarvals hefur legið djúpt í eðli hans og hefur
aklrei skilið við hann frá J)ví að hann var barn.
Læt jeg svo hjer staðar numið.
Grafið úr rústum gamalla minninga fyrsta vetrardag 1960.
Halldór Armannsson, Snotrunesi við Borgarfjörð.