Hlín - 01.01.1961, Side 148
146
Hlin
ættingjana í Ytri-Neslöndum og frænkur mínar í Reykjahlíð. Og nú
hefði jeg átt að geta notað bæði mótorbát og bíla í suðursveit, en
svona er liðið sumarið og farið að dimma nótt og kólna. Jeg er nú
samt búin að gista á fjórum bæjum í sumar: Skútustöðum, Kálfa-
strönd, Grænavatni og Strönd. Og mest af því í sambandi við komu
Jakobínu skáldkonu, sem jeg ætla að skýra þjer frá, eins og injer
finst þig langa til.
Jeg er nú eins og þú, góða vina, að mig langar til að hitt og
annað komist í framkvæmd, sem þú og aðrir hafa lítinn áhuga fyrir.
Það fanst mjer sem gamalli konu, sem hafði dálítil kynni af Sigur-
birni skáldi Jóhannssyni, að sjálfsagt væri að Mývetningar heiðruðu
minningu Sigurbjörns með því að taka með gleði móti dóttur hans.
Svo mörg harmaspor hafði faðir hennar stigið á þessum slóðum. Og
þá margan glatt og hughreyst með ljóðum sínum og samúð við lítil-
magnann. Nærri lá, að Jakobína væri látin renna veg sinn yfir þessa
sílofuðu fegurðarstaði sveitarinnar, en þá rann upp sólskinsdagur
eftir dimmviðrisdaga undanfarna. Á þriðjudaginn 13. ágúst var
liringt öllum símabjöllunum, og fólk á öllum bæjum hvatt til að
vera með frú Jakobínu Johnson í Dimmuborgum, nálægt Hverfjalli,
ofan við Geiteyjarströnd. Var lítils háttar undirbúningur kvöldið
áður af gáfufólki, málsnjöllu og söngfæru. En sá, sem bak við stóð,
var síra Hermann á Skútustöðum, og hans forsjá vildu allir hlíta.
Og honum má þakka, næst Guði og náttúrunni, eins og Stgr. Th.
kvað, hve indæla hrifningarstund 70—80 manns lifðu í Dimmu-.
borgum 6—7 klukkutíma, þennan ógleymanlega dag.
Vissulega verðskuldar skáldkonan það lof, sem hún einróma fær
í blöðum og tímaritum. Hún les frábærlega vel Ijóð sín. Mjer finst
þau verða svo andrík og snjöll, þó að efnið væri um barnahjal og
blómaangan. Konan er hæglát, ljúf, þýð og smávaxin, en fegurðin
birtist í augunum, og athyglishrifninguna lestu i „Nýja dagblaðinu“
er hún steig á land í Reykjavík 21. júní, og kvæði eftir Indriða á
Fjalli, prentað 14. ágúst í sumar, prýðisgott. Og h'klegt er, að enn
sjáist ýmislegt á prenti henni viðvíkjandi, liafi fimm skáld ort til
hennar í Aðaldal.
En nú er að segja jijer hverjir töluðu í Dimmuborgum til Jako-
bínu. Fyrst Sigurður á Arnarvatni, þá Vjedís á Litluströnd og Arn-
friður, sem flutti kvæði. Byrjað var með söng og á milli þess, sem
talað var, sem var hrífandi í þessum hamrakastölum, sem þú þyrftir
að sjá, til að skilja, hvað umhverfið verkar með hrikafegurð sinni.
Þarna voru engar kaffiveitingar, en hlje varð á umræðum, þegar
síra Friðrik á Húsavík og Jakobina höfðu talað og hún flutt mörg
kvæði. Var þá gengið austur og efst í borgirnar, þar sem er skógur,
sljett flöt og feikna stór hellir og hár, vítt til veggja, og losnuðu