Hlín - 01.01.1961, Page 148

Hlín - 01.01.1961, Page 148
146 Hlin ættingjana í Ytri-Neslöndum og frænkur mínar í Reykjahlíð. Og nú hefði jeg átt að geta notað bæði mótorbát og bíla í suðursveit, en svona er liðið sumarið og farið að dimma nótt og kólna. Jeg er nú samt búin að gista á fjórum bæjum í sumar: Skútustöðum, Kálfa- strönd, Grænavatni og Strönd. Og mest af því í sambandi við komu Jakobínu skáldkonu, sem jeg ætla að skýra þjer frá, eins og injer finst þig langa til. Jeg er nú eins og þú, góða vina, að mig langar til að hitt og annað komist í framkvæmd, sem þú og aðrir hafa lítinn áhuga fyrir. Það fanst mjer sem gamalli konu, sem hafði dálítil kynni af Sigur- birni skáldi Jóhannssyni, að sjálfsagt væri að Mývetningar heiðruðu minningu Sigurbjörns með því að taka með gleði móti dóttur hans. Svo mörg harmaspor hafði faðir hennar stigið á þessum slóðum. Og þá margan glatt og hughreyst með ljóðum sínum og samúð við lítil- magnann. Nærri lá, að Jakobína væri látin renna veg sinn yfir þessa sílofuðu fegurðarstaði sveitarinnar, en þá rann upp sólskinsdagur eftir dimmviðrisdaga undanfarna. Á þriðjudaginn 13. ágúst var liringt öllum símabjöllunum, og fólk á öllum bæjum hvatt til að vera með frú Jakobínu Johnson í Dimmuborgum, nálægt Hverfjalli, ofan við Geiteyjarströnd. Var lítils háttar undirbúningur kvöldið áður af gáfufólki, málsnjöllu og söngfæru. En sá, sem bak við stóð, var síra Hermann á Skútustöðum, og hans forsjá vildu allir hlíta. Og honum má þakka, næst Guði og náttúrunni, eins og Stgr. Th. kvað, hve indæla hrifningarstund 70—80 manns lifðu í Dimmu-. borgum 6—7 klukkutíma, þennan ógleymanlega dag. Vissulega verðskuldar skáldkonan það lof, sem hún einróma fær í blöðum og tímaritum. Hún les frábærlega vel Ijóð sín. Mjer finst þau verða svo andrík og snjöll, þó að efnið væri um barnahjal og blómaangan. Konan er hæglát, ljúf, þýð og smávaxin, en fegurðin birtist í augunum, og athyglishrifninguna lestu i „Nýja dagblaðinu“ er hún steig á land í Reykjavík 21. júní, og kvæði eftir Indriða á Fjalli, prentað 14. ágúst í sumar, prýðisgott. Og h'klegt er, að enn sjáist ýmislegt á prenti henni viðvíkjandi, liafi fimm skáld ort til hennar í Aðaldal. En nú er að segja jijer hverjir töluðu í Dimmuborgum til Jako- bínu. Fyrst Sigurður á Arnarvatni, þá Vjedís á Litluströnd og Arn- friður, sem flutti kvæði. Byrjað var með söng og á milli þess, sem talað var, sem var hrífandi í þessum hamrakastölum, sem þú þyrftir að sjá, til að skilja, hvað umhverfið verkar með hrikafegurð sinni. Þarna voru engar kaffiveitingar, en hlje varð á umræðum, þegar síra Friðrik á Húsavík og Jakobina höfðu talað og hún flutt mörg kvæði. Var þá gengið austur og efst í borgirnar, þar sem er skógur, sljett flöt og feikna stór hellir og hár, vítt til veggja, og losnuðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.