Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 31
MORGUNN
141
mannanna, og svo virðist, sem ekki verði hver kynslóð ein-
nngis altaf að leysa úr þeirri spurningu að nýju, heldur verði
hver einasti maður að gjöra það fyrir sjálfan sig. Það er
spurningin: er Guð yfir okkur eða ekki? Er, í þessum heimi
■staðreyndanna, sem við þekkjum, einhver allsherjar samvizka,
sem samsvarar okkar eigin samvizku í grundvallaratriðum?
Verður heimurinn, þegar alt kemur til alls, að lilýða lögum
réttlœtis, eða er mátturinn eini rétturinn, sem í raun og veru
er til? Þetta er efni, sem þessi frásaga. fæst við á sinn fagra og'
dramatiska hátt.
Vér skulum athuga, hvað það er, sem maður eins og Iieró-
■des táknar. Hann er ekki ofstækismaður, fullur vandlætingar
fyrir hönd einhverra trúarbragða, sem honum eru heilög; hann
■er heldur enginn djöfull, sem kvelur og drepur af einskærum
losta grimdarinnar. Iíann er blátt áfram maður, sem ekki
hefir samvizku, maður, sem reynir að skapa heiminn eftir
sínum eigin geðþótta, heim, þar sem engu máli skiftir um
rétt eða rangt. Fyrir lionum eru mennirnir að eins peð í skák-
tafli. Sé það hentugt fyrir hann að þeir lifi, þá er að láta þá
gera það; sé það bagalegt, verði blóð þeirra eins og steinlím
í grunninn undir hásæti hans, þá er að láta þá deyja. Vafa-
laust. liefir Heródesi ekki komið til hugar að nefna þetta morð,
jafnvel ekki í sínu eigin lmgskoti, lieldur liefir hann sjálfsagt
nefnt það stjórnmálavizku eða pólitíska nauðsyn. Það var
•gert til þess að afla honum vinsælda eða hylli, en það voru
vinsældir konungs, það var sjálft andrúmsloftið, sem stjórn-
andinn verður að draga að sér. Og þó er eina lýsingin, sem
náð getur yfir þetta hugarástand sú, er felst í orðum sálma-
skáldsins: „Iíeimskinginn segir í hjarta sínu, það er enginn
Guð.“ Heimskinginn, sem hér er taiað um, er ekki maðurinn,
•sem er aþeisti eða guðleysingi að skoðunum til, heldur sá, sem
í praktisku lífi hegðar sér svo, sem enginn Guð komi honum
■\dð. Það er maður með slíkt drembilæti sem Heródesar, maður,
sem ekki viðurkennir neitt vald í viðureign sinni við meðbræð-
ur sína, nema sinn eigin vilja, engin lög nema sinn eigin
xnetnað, ekkert markmið nema sínar eigin eftirlanganir. Þetta