Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 34
144
M ORGUNN
segir að höfundur postulasögunnar gjöri í þetta skifti. Þessi
saga er fyrst og fremst svo ótrúleg, að það er fátt, sem frá
er sagt í Nýja testamentinu, sem er örðugra að samsinna.
Að ókunnug vera hafi komið að læstum dyrum fangelsisins
og farið inn, án þess að nokkurir hefðu orðið varir við og án
þess að séð verði, að dyrunum hafi verið lokið upp; hafi reist
Pétur á fætur og leitt hann út á sama dularfulla hátt og inn
var komið, og að Pétur hafi allan þann tíma verið eins og
’hálfsofandi og ekki raknað við fýr en hann var staddur úti
á stræti og veran liafði yfirgefið hann, er fáránlegri saga en
svo, að nokkur heilbrigður maður á þriðja tug tuttugustu
aldarinnar geti fest trúnað þar á.“
Eins og þér sjáið, kæru vinir, þá er eg hér í vanda stadd-
ur. Eg geri ráð fyrir, að liér séu töluvert margir, sem hugsi
á þessa leið, sem eg hefi nú verið að lýsa. En eg er ekki í
tölu þeirra skynsömu, heilbrigðu manna, sem telja sig geta
'hafnað sögunni, sem einhverri fjarstæðu. Vegna hvers? Yegna
þess, að eg þelcki ekkert, sem afsanni það, að hún geti í öllum
aðalatriðum verið sönn, en eg þekki ýmislegt, sein mælir mjög
mikið með því, að hún geti verið það. En vandkvæði mín eru
ekki í því einu fólgin að vera svo óheppinn að vera þannig
farið, að eg geti trúað þessu, sem öðrum finst fjarstæða, held-
ur miklu fremur í því, að eg á það á hættu að meiða til-
finningar manna með því að segja, af hverju eg gæti trúað
henni. Það er nú einu sinni svona, að menn geta lesið og hlust-
að á, lesnar úr ritningunni, hinar einkennilegustu sögur, án
þess að láta sér finnast nokkuð til um, sízt að þeir hneykslist á
því; en ef getið er um nákvæmlega sams konar atburði, sem
síðar hafa gerst og virðast styðja frásagnir ritningarinnar,
þá finst mönnum sem gengið sé guðlasti næst. Reyndar vona
eg, að ekki sé vei’ulega mikið til um þann hugsunarhátt í þess-
ari kirkju, eða meðal þeirra, sem hingað sækja að staðaldri,
því að það virðist vera svo sjálfsagt, að menn reyni að slcýra
eins þessar frásögur eins og hvað eina annað, út frá þeirri
þekkingu, sem þeir annars hafa. Og eg hlýt að segja það enn,
sem eg hefi áður sagt í öðru sambandi, að það er ekki nema