Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 48
158
M0E6UNN
stjórnargrein úr „Morning Post“, sem er eitt af þektustu og
stærstu blöðum Englands. Þýðum við greinina og ttinmaik
hans um hana:
„Brezku blöðin halda áfram að sýna sálarrannsóknum og
spíritisma alveg óvenjulegan áhuga. Thc Morning Post liefir
alveg nýlokið við að birta greina-flokk um „Spíritismann og
kirkjuna.“ Greinir þessar lýsa því, hversu mjög spíritisminn
breiðist út og gerist alvarlegur keppinautur kirkjutrúarinnar.
í greinunum var spurt um, livað kirkjurnar ætluðu að gera
í því máli. Dr. Percy Dearmer, sem ritaði um trúarhlið máls-
ins, bendir á, hve nauðsynlegt sé, að sálarrannsóknirnar og trú-
arbrögðin haldi saman. Út af síðustu greininni (7. apríl) birt-
ir ritstjórinn langa grein eftir sig, sem verð er þess, að liún
sé endurprentuð í lieilu lagi, þar sem hún er vandlega íhugað
álit eins af stórblöðum Lundúnaborgar.“
Þetta eru ummæli hr. Harry Price og nú byrjar greinin:
„Ekkert dagblað, sem verða vill við réttmætum kröfum
lesenda sinna, má við því, að sýna skeytingarleysi málefni því,
sem dregur að sér athygli mikils og sívaxandi hluta ])jóðarinn-
ar. Fvrir þá sök höfum vér talið oss skylt að skýra lesendum
vorum frá staðreyndunum, að svo miklu leyti, sem vér höfum
getað gengið úr skugga um þær, um hina nýju hreyfingu,
sem nefnd er spíritismi, og um afstöðu þeirrar hreyfingar til
kirlcnanna. Sagt hefir verið frá án þess að halla máli. Lesend-
ur vorir verða sjálfir að skera úr því, livort sannfæring sú.
er spíritistarnir halda fram, sé sönn eða ósönn; og þeir geta
kynt sér í tómstundum sínum öll þau ógrynni, sem um það
efni hafa verið rituð og vaxið hafa ár frá ári. Á því virðist
enginn efi geta leikið, að spíritistarnir eru yfir höfuð guð-
rælcnir sómamenn ; og meðal þeirra eru merkir vísindamenn,
og margir þeirra einlægir vinir þeirrar kirkjudeildar, sem
þeir hafa alist upp í. En jafnframt vaxa upp spíritistasöfn-
uðir, ekki aðeins í borgunum, heldur og í þorpunum, og skiftir
fólkið í þeim öllum til samans nú hundruðum þúsunda. Engin
ástæða er til að efa einlægni þeirra. Það er auðsætt, að þeir
finna eitthvað það í andahyggjunni, sem þeir finna ekki í boð-