Morgunn - 01.12.1926, Síða 49
M 0 R G U N N
15»
skap á rétttrúnaðar-kirknanna, enda fullyrða þeir það. Spíri-
tistarnir halda því líka fram, eins og dr. Dearmer getur um
í grein sinni, þeirri er vér birtum í dag, að þeir staðfesti með
beinum eða óbeinum sönnunum sannleik kirkjukenninganna.
Hættan fyrir lcirkjuna við það, hvernig nú er komið, er
sú, að alvarleg klofning geti orðið innan sjálfrar kirkjunnar,
eitthvað lík sundrungunni, sem varð af völdum Johns Wesley,
gegn hans eigin vilja. Sá óvenjulegi maður trúði því, að liaitn
væri innblásinn af nýrri opinberun, sem í aðalatriðunum
greindi ekki á við þá opinberun, er þjóðkirkja Englands varð-
veitti. Jolin Wesley langaði ekki til að mynda sértrúarflokk;
en óvild kirkjunnar annars vegar og eldmóður fylgismanna
Wesley’s hins vegar gerðu það að verkum, að ]>að klofnaði
frá þjóðkirkjunni, sem hefði getað orðið nýr liðstyrkur henni
til eflingar. Dr. Dearmer, sem sér nú sömu liættu framundan,
brýnir fyrir báðum málsaðiljum að verða alráðnir í því að
halda saman í eindrægni. Ilann ræður kirkjumönnunum að
rannsaka dularfullu fyrirbrigðin; og hann ráðleggur spíritist-
unum að kynna sér sögu og heimspeki. Því að það er ekki eins og
fyrirbrigði þau, sem tengd eru við spíritismann, séu ný. í
einni eða annari mynd liafa þau gerst síðan er fyrst hafa
sögur farið af mannkyninu. Á síðustu árum hafa fyrirbrigðin
verið milclu tíðari, og þau hafa vakið meiri athvgli en nokkuru
sinni fyr á vorum dögum.
Rómverska kirkjan, sem dr. Dearmer minnist á í dag,
hefir æfinlega viðurkent, að þessi fyrirbrigði gerist, og liún
hefir æfiniega hannað sínum mönnum að eiga nokkuð við spíri-
tisma, og talið það syndsamlegt. Gera má ráð fyrir, að ein
ástæðan fyrir hanninu só hættan, sem samfara sé tilraunum til
að lcomast í samband við ósýnilegan heim; og að um hættur
geti verið að ræða, og það alvarlegar hættur, á því er enginn
vafi. Þjóðkirkja Englands hefir fram að þessu ekki gefið neinar
álcveðnar leiðbeiningar um málið. Að vorum dómi, og að dómi
mikils fjölda kirkjumanna, er nú kominn tími til þess, að
kirkjan láti út ganga yfirlýsingu í embættisnafni. Mjög margir
kirkjunnar manna ætlast til leiðsagnar af kirkjunni, Hvaðani