Morgunn - 01.12.1926, Síða 53
M O R Gr U N N
163
verulega eigum við með orðunum. Þetta er það, sem valdið
hefir svo mildum vandræðum í kristninni.
Sálarrannsóknirnar ná vítt yfir.
Um afstöðu andahyggjunnar til kristindómsins er það að
segja, að sumstaðar eru andahyggjumenn afdráttarlaust kristn-
ir menn. En andahyggjan er ekki einskorðuð við kristrfina.
Nýlega var stofnað í Lundúnum félag gyðinglegra andahyggju-
manna. Fyrir nokkurum árum kom andahyggjumaður til
musteris eins í Kína. Iíann sagði gömlum presti við musterið
frá skoðunum sínum og honum var þá jafnskjótt fagnað sem
bróður. Embættismennirnir í þessu heiðna kínverska musteri
voru líka andaliyggjumenn.
Um þetta mál er milcill misskilningur. Menn ættu að gjöra
sér ljóst, að andahyggjan er ekki og getur ekki verið trúarbrögð
á sama hátt og gyðingdómur og kristindómur eru trúarbrögð.
Andahyggja (spiritualism) er, samkvæmt orðabókum: „Það
ástand að vera andlegur; kenningin um tilveru anda, sem mót-
setningu efnis; sú trú eða kenning, að alt, sem verulegt sé, sé
andi, sál eða hugur; sú trú, að unt sé að koma á sambandi við
anda, er farnir séu af vorum lieimi, á einn eða annan hátt,
einkanlega með hjálp persónu, er hafi sérstaka viðkvæmni, og
nefnd er miðid.“
Þetta er með öðrum orðum, vísindi, sem komast að niður-
stöðum sínum með því að safna staðreyndum. En þetta er eldti
vísinai, er með öllu liafi komist á fastan fót eða náð algjöru
skipulagi. Flokkun staðreyndanna er enn ekki lokið.
Eg veit, að kirkjur andahyggjumanna eru að spretta upp
víðsvegar um landið með miklum hraða. Sumir vinna jafnvel
að ])ví að fá viðurkenningu ríldsvaldsins sem trúarflokkur.
Ástæðan til þessa er sú, hve afstaða kirkjunnar er óvingjarnleg.
Það er sagan um Wesley, sem er að endurtaka sig. En Wesley-
sinnar aðhyllast ekki ný trúarbrögð. Þeir eru einn kirkjuflokk-
ur kristinna manna. Og nú er verið að gjöra tilraunir til þeSS
að finna leið, svo unt verði að fá viðurkenningu fyrir því af