Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 83
MORGUNN
193
fyrirstöðu af efninu, búi við sams konar lífsskilyrði sem
jarðneskir menn, þar á meðal hagnýti sér skepnur með
sama hætti og vér gjörum.
Eftir því sem ég lít á, eru það athuganir og rannsóknir,
sem hér eiga við, fremur en dómar og fullyrðingar.
Svo að ég víki þá nokkuð að þeim lækningum, sem
talið er að gerist fyrir milligöngu M. Th., skal ég benda
á það, að öll rannsókn á þeim að undanförnu er nokkurn-
veginn ókleif, eigi hún að vera til nokkurrar hlítar. Lækn-
inga tilmælin hafa, eins og ég hefi tekið fram, komið hvar-
vetna af öllu landinu, og langfæstir hafa nokkuð látið
uppi við Margréti um árangurinn.
Svo er annað. Ýmsir þeirra manna, sem telja sig hafa
fengið lækningu, virðast ófúsir á það að láta þess mikið
getið. Þeir munu óttast það, að hent verði gaman að sér
og sumir hafa, af einhverjum ástæðum eða að ástæðulausu,
einhvern beyg af læknunum, halda, að þeir inuni kunna
illa yfirlýsingum um þetta efni.
Ekki þarf að geta þess, að enginn maður heldur því
fram, að allir fái bót meina sinna, þeir er til »Friðriks«
leita. Hitt er illa farið, að ekki skuli hafa tekist að ná
neinu yfirliti yfir það, hve mörgum batnar af þeim, er snúa
:sér þangað, né hvað að þeim hefir gengið. »Friðrik« lofar
•engum bata, þegar Margrét færir sjúklingana í tal við hann,
en lofar að öllum jafnaði að gera það, sem hann geti.
Samt kemur það fyrir, að hann tjáir sig ekki eiga neitt
erindi til sjúklingsins, því að hann geti ekki bætt honum.
Mér var sagt allmerkilegt dæmi þess á Akureyri.
Stúlka varð lítið eitt lasin þar. Hún var þegar látin
leggjast í rúmið, þó að læknir, sem farið var til, teldi það
ekki nauðsynlegt, gæti ekki séð, að um neina hættu væri að
tefla. Stúlkunni smá-versnaði, þrátt fyrir góða hjúkrun og
stöðugt lækniseftirlit. Samt hélt læknirinn, að hún mundi
rétta við aftur. En eftir nál. þrjár vikur fór ástandið að
verða mjög ískyggilegt eftir áliti læknisins. En ekkert er
13