Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 84
194
MORGUNN
látið berast út um það, og talið óhugsandi, að nokkur fregn
um það hafi getað borist til Margrétar, enda var stúlkan
langt að, nýlega komin í bæinn og flestum ókunnug. Þegar
stúlkan sýnist vera komin í verulega hættu, er leitað til
Margrétar. Þá segir hún eftir »Friðrik«, að engin von sé
um bata. Stúlkan andaðist tveim dögum síðar.
í norðurferð minni í sumar tókst mér að fá fáeinar
sögur af þessum margumtöluðu lækningum, og ég set þær
hér á eftir. Eins og að líkindum ræður, er ég ekkert að
fullyrða um það, hvort lækningin hafi fengist fyrir starf-
semi »Friðriks«. Það er oft ekki hlaupið að því að sanna
það, af hverju mönnum batnar, og svo er um sjúkdóma
þá, sem hér verður frá skýrt. En ekki finst mér það óeðli-
legt, að sjúklingarnir og nánustu aðstandendur þeirra séu
»Friðrik« þakklátir og geri sér þá grein fyrir batanum, að
hann hafi átt þátt í honum — enda í rnínum augum ekkert
líklegra en að svo sé. Ég held ekki, að með skynsamleg-
um hætti verði komist undan þeim rökum, sem fyrir því
hafa verið færð, að samband hafi fengist við ósýnilegan
heim. En sé svo, þá fer því svo fjarri, að það sé neitt
ólíklegt, að lækningar gerist vor á meðal frá ósýnilegum
heimi, að nokkurn veginn virðist mega ganga að því vísu.
En hvað sem því líður, þá gerist lækningin hjá sumum
sjúklingunum með einkennilegum atvikum, sem fyllilega er
réttmætt að gera að umtalsefni í riti, sem fjallar um sái-
ræn mál.
Margs konar langvinnir sjúkdómar.
Ég hafði heyrt, að á Ytri Kotum í Norðurárdal í Skaga-
fjarðarsýslu væri stúlka, sem fengið hefði lækningu með
kynlegum hætti, lækningu, sem vakið hefði afarmikla eftir-
tekt. Stúlkan heitir Guðrún Þrúður Rögnvaldsdóttir, er 15
ára, dóttir bóndans þar, einkar skýr og greinargóð. Ég rit-
aði söguna eftir frásögn hennar. Ég las svo foreldrum
hennar það, er ég hafði skrifað, og þau höfðu þau ummæli,