Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 97
MORGUNN
207
Frásögn frú Þorlaugar Pálsdóttur
Bergstaðastræti 6 C.
Hún er önnur konan, sem beðið var fyrir á blaði
Ágústs Jónssonar. Hún lá veik með hita og þyngslum
fyrir brjósti. Allar taugar voru mjög óstyrkar. Hún ligg'
ur í rúmi sinu seint um kvöldið. Henni finst hún ekki sof-
andi og ekki heldur i venjulegu vökuástandi.
Þá heyrir hún glögt, að komið er inn, og eitthvað
lagt á stól við rúmið. Sömuleiðis heyrir hún greinilega,
að sagt er: »Já, hérna er það«. í sama bili fer eins og
sterkur rafmagnsstraumur um allan líkamann. Eftir ofur-
litla stund er linað á honum, og þvínæst hert á honum
aftur. Meira gerðist ekki það skiftið.
Eftir þetta brá þegar til batnaðar, og viku síðar var
hún komin á fætur.
Maður frú Þorlaugar er Jón Jónsson fiskkaupmaður.
Nú í vor sendu þau hjónin Margréti skeyti, og tilefnið var
þá aðallega veikindi mannsins. Hann var ákaflega gigt-
veikur, og annar fótur hans hafði nú bólgnað til muna.
Eftir viku kom svarskeyti um það, að »Friðrik« komi. Nú
lögðu þau fram skrifleg tilmæli um það, að »Friðrik« liti
til heimilisins.
Kvöldið eftir að svarskeytið kom, á 11. tímanum, var
konan í sams konar ástandi og áður er um getið. Hún
hafði þá þjáðst af sviðatilfinningu frá hálsinum og niður í
brjóstið. Þessi sviði var mjög sár, svo að örðugt var að
þola hann. Nú finnur hún eitthvað þungt lagt ofan á
brjóstið á sér ofanvert. Eftir þetta hvarf sviðinn alveg.
Að hérumbil hálfum mánuði liðnum varð hans aftur lítil-
lega vart. Fáum nóttum siðar var hún enn í sama ástandi
og áður, og fann þá eitthvað lagt léttilega ofan á brjóstið.
Þú hvarf sviðinn að nýju, og hann hefir ekki komið síðan.
Hrn hafði orðið mjög móð, þegar hún gekk nokkuð,
og læknar höfðu sagt, að það stafaði frá hjartanu. Síðan
er þetta gerðist, er hún mikið betri af mæðinni, þó að