Morgunn - 01.12.1926, Síða 101
MORGUN N
211
alls ekkert unnið. Þar sem nú engin bót fékst við þessu
frá læknum, var sjúklingnum ráðlagt að leita til Margrétar
Thorlacius, af því að reynsla var talin fyrir því, að sum-
um a. m. k. hefði orðið það að góðu. Sjúklingurinn hafði
enga sérstaka trú á því, en fór samt að þessum ráðum.
Henni var svo sent símskeyti í desember, og svarskeyti
kom frá henni um það, að »Friðrik« mundi koma. Þá líð-
ur um mánuður svo, að sjúklingurinn verður einskis var.
Hann er þá orðinn því afhuga að fá nokkura heilsubót
úr þessari átt.
Þá var það eitt kvöld, þegar sjúklingurinn var hátt-
aður, jafnskjótt sem hann hafði slökt ljósið, meðan hann
var glaðvakandi, að honum fanst eins og eitthvað þungt
væri lagt ofan á hann. Honum þótti þetta óþægilegt, og
hann hálf-stundi við. Svo léttir þessu af, og í þess stað
finnur hann farið höndum um sig. Hann fann greinilega
hendur. Þær byrjuðu upp undir herðablöðum og færðu
sig niður eftir bakinu. Þegar þær voru komnar þangað
niður, sem verkurinn Iá, var sá blettur nuddaður, fyrst
nokkuð fast, en handtökin urðu smám saman lausari. Jafn-
framt fann hann eins og rafmagnsstraum fara um þennan
blett og niður eftir, alt að hnésbótum. Þetta endurtókst
mörg kvöld, fyrst með einnar nætur millibili, því næst
strjálla. Eftir þrjár fyrstu tilraunirnar fór sjúklingurinn að
finna mun á sér til bata.
Hann var vanur að lesa húslestur á kvöldin rétt áður
en háttað var. Fyrir kom það, að það drægist dálítið að
hann kæmi því við að lesa lesturinn, lengra en venjulega.
Þá fanst honum hann vita af komumanni hjá sér undir
síðari hluta lestursins. Þeirrar tilfinningar varð hann aldrei
var endranær.
Einn daginn á þessu tímabili var sjúklingurinn lasnari
en ella. Þá höfðu liðið 3 eða 4 nætur, svo að hann hafði
engra áhrifa kent, og hann var farinn að halda, að þessi
ósýnilegi komumaður hefði komist að þeirri niðurstöðu, að
hann gæti ekkert frekara gert og mundi hafa hætt. Hann
14*