Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 102
212
MORGUNN
fór þá að hugsa um að fara aftur að leita jarðneskra
lækna; en konan hans réð honum til þess að bíða lengur
og sjá, hvað gerðist. Þá komu áhrifin aftur næsta kvöld.
Árangurinn af þessu varð sá, að verkurinn hvarf að
mestu, ekki algerlega, en svo, að hann olli ekki sjúklingnum
verulegra óþæginda, og hann varð fær um flesta létta
vinnu á heimilinu
Seint á slættinum í sumar var það einn dag, að hann
lagði að sér meira en endranær, og þá jókst verkurinn.
Siðan hefir hann verið meiri en áður, þó að ekki sé hann
neitt svipaður því, sem hann var, áður en sjúklingurinn
varð þessara áhrifa var.
Arngrímur hefir aldrei á æfinnij orðið var við nein
dularáhrif, önnur en þessi.
Frásögn Magnúss Benediktssonar
Laugaveg 104, Reykjavik.
Hann er 62 ára. Taugakerfið virtist alveg úr lagi
gengið, og krampaköst mjög tíð, einkum á kvöldin, og
stóðu 2—3 klukkustundir. Maginn í mesta ólagi og hafði
verið það i 35 ár.
Sjö lækna hafði verið leitað, rafmagnsstraumar notað-
ir 5 vikur, og árangur af öllum tilraunum lítill. Sem síð-
asta úrræði var leitað tiJ M. Th. Henni var sent skeyti
22. júlí 1925, og svarskeyti kom frá henni 3. ágúst, þess
efnis, að »Friðrik« mundi koma til sjúklingsins.
Aðfaranótt 4. ág. varð sjúklingurinn var við, að ein-
hver kæmi inn' í herbergið, sem hann taldi vera »Friðrik«.
Honum fanst hann vera vakandi, en ástandið samt öðru-
vísi en í venjulegri vöku. Komumaður styður á holið á
sjúklingnum, með kaldri hendi, og honum finst átakið
þungt. Nokkrum orðum skiftir hann við gestinn, og þar á
meðal tekur hann fram, hvað hann sé veikur í taugunum.
Síðast sér hann komumann við dyrnar, halda í snerilinn.
Þar hverfur hann.
Þegar komumaður er farinn, rís sjúklingurinn upp go