Morgunn - 01.12.1926, Síða 107
M O R G U N N
217
boðið Þingeyingum þetta fyrir nokkurum árum, og þeir
höfðu fjölment til mín hvern daginn eftir annan. En eg
hafði fundið mikið til þess, hvað óaðgengilegt þetta væri,
og í sumar var það fremur af þægð en af von um að
fólk mundi koma, að eg gerði kost á þessu. Svo að sam-
koman var boðuð að kveldi til. Nú vildi svo til, að þegar
fólk ætlaði að fara að leggja af stað, kom versta veður,
og vatnsfall, sem nokkur hlutinn átti yfir að sækja, varð
illfært. Ýmsir lögðu út í vatnsfallið samt, en sagt var mér,
að eitthvað af kvenfólki hefði sezt aftur. Þrátt fyrir þess-
ar tálmanir kom mannfjöldi. Eg komst ekki út úr kirkj-
unni fyr en kl. 12 á miðnætti. Þá var klukka sveitafólks-
ins orðin um 2. Nú áttu gestirnir eftir að þiggja góðgerð-
ir hjá prestinum og konu hans. Því að ekki stóð á veit-
ingunum. Þeir, sem lengst áttu að, hafa ekki getað komið
heim fyr en undir morgun, og þá blautir og slæptir.
Mjög þótti mér mikils um það vert, hvað þekkingin á
sálarrannsóknamálinu virtist vera almenn. Miklu fleiri en
eg hafði gert mér í hugarlund höfðu lesið það, sem út hef-
ir komið um það á vora tungu, einkum Morgun. Og mér
fanst það beinlínis átakanlegt, hve margir mintust á þessa
hreyfingu með þakklæti, og tjáðu sig eiga henni meira
upp að inna en þeir fengju orðum að komið.
Því fer fjarri, að það sé eingöngu af við-
Tilveran hinu- vj§ menn hér og þar úti um land, að
& .. vitneskja heiir lengist um þau ahnf, sem
sálarrannsóknamálið hefir haft á hugi manna.
Stöðugt berast bréf um það efni til þeirra manna, sem
mest hafa verið við það mál að fást. Rétt til dæmis skal
hér á eitt þeirra minst. Merkur maður, sem mist hafði 12
ára dóttur sína, einstaklega efnilegt og yndislegt barn, rit-
ar einum af helztu forgöngumönnum sálarrannsóknamálsins
langt bréf í tilefni af andláti hennar. Hann kemst þar
meðal annars svo að orði:
»Það var á flestan hátt þannig undirbúið, að okkur
yrði missir hennar ákaflega sár. Það vill líka koma býsna