Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 112
222
MORGUNN
legt, að tilraunir Bradleys fullnægja strangasta sannana
mælikvarðanum, sem lagður er á í vísindastarfsemi, til þess
að staðfesta að fullu hverja tilgátu sem er. Þessi mæli-
kvarði er nefndur »sönnun sannananna«, og er fólginn í
því að krefjast þess, að allar sannanirnar renni saman í
sameiginlegan miðdepil til staðfestingar þeirri tilgátu, sem
um er að tefla. Og það er þetta, sem hér verður fyrir
mönnum.«
Var það hefnd?
Meðal nafnkendustu þýzkumælanda miðla
er frú Silbert í Graz í Austurríki. Brezki
sálarrannsóknamaðurinn Harry Price hefir ritað um hana
og hefir mikið álit á henni, þó að hann segi, að hún hafi
því miður ekki verið enn rannsökuð á strangvísindalegan
hátt. En jafnframt tekur hann það fram, að hún eigi enga
sök á því, því að hún virðist þess albúin að sýna hæfileika
sína, þegar fram á það sé farið, og að hún fari langar ferð-
ir til þess að þeir menn geti fengið að sjá fyrirbrigði henn-
ar, sem áhuga hafa á því. Þessi kona varð fyrir miklum
ofsóknum fyrir nálægt tveim árum, og þær ofsóknir virðast
hafa verið framdar af álíka mikilli þekking og samvizku-
semi eins og Osló-mennirnir beittu við Einar Nielsen. En
eftir því sem þýzkt blað skýrir frá hefir þessum ofsókna-
hvelli fylgt kynlegur eftirleikur. Þetta þýzka blað hefir
ekki borist hingað, en frásagan er hér tekin eftir Journal
ameríska Sálarrannsóknafélagsins. Þar stendur eftirfarandi
þýðing úr þýzka blaðinu:
»Dultrúarmönnum í Graz finst mikið um kynlega at-
burði, sem eru að gerast þar. Mönnum er víst enn minnis-
stætt, hvernig frú Silbert, miðillinn nafnkunni, varð fyrir hér
um bil tveimur árum fyrir árásum ýmissa manna, sem réð-
ust á fyrirbrigði hennar — og eftir því, sem vér lítum á,
voru þær árásir ófyrirleitnar og óréttmætar. Og nú gerast fyrir
augum vorum viðburðir — og alt af vekja þeir meiri og
meiri furðu, — sem virðast benda á, að forlögin hafi tekið að
sér að hefna konunnar, þvi að allir þeir, sem báru róginn