Morgunn - 01.12.1926, Síða 116
226
MORGUNN
mæli biskups geti verið ávöxtur af mikilli þekkingu eða
nákvæmri íhugan. Eg fæ ekki séð, að nokkurt vit sé í því
að rekja spíritismann til þjáninga ófriðaráranna, þegar hann
kom upp að minsta kosti 66 árum á undan ófriðnum, og
í raun og veru fyr. Það má vel vera, að þjáningar ófrið-
aráranna hafi eflt hann, dregið inn í hreyfinguna fleiri menn
en annars mundu enn vera farnir að sinna henni. Allur
ástvinamissirinn, sem menn áttu við að búa á ófriðartím-
unum, hefir að sjálfsögðu beint hugum manna í þá átt,.
hvað við tæki eftir dauðann. Og þegar hugir manna voru
í raun og veru komnir inn á þær leiðir, mun mörgum hafa
fundist sem ekkert væri annað að fara, til þess að öðlast
einhverja þekking á því efni, en til spíritismans. Að hinu
leytinu var á ófriðarárunum miljónum manna svift skyndi-
lega burt af þessari jörð, inn i annan heim, mönnum á
bezta aldri og í fullu fjöri. Það er vissulega ekkert óskyn-
samlegt að hugsa sér, að þá hafi verið hugsað meira inn
í þennan heim, úr þeirri veröld, sem tekur við fyrst eftir
andlátið, en á þeim tímum, er ekkert óvenjulegt gerist hér..
Það er sennilegt, að þráin hafi þá verið viðtækari eftir a&
ná sambandi við menn hér á jörðinni en alment gerist, og
að meira kapp hafi verið á það lagt úr öðrum heimi að
koma því sambandi á. Enda virðist svo hafa verið. En
þó að þjáningar ófriðaráranna hafi með þessum hætti eflt
spíritismann, þá á hann ekki upptök sín þar, og kemur þeim
að öðru leyti ekkert við.
Ekki finst mér meira vit í því að líta á
Er spíritisminn Spíritismann sem »nokkurs konar sjúk-
sjukdómur? <( Spíritisminn er:
1. Athugun á sérstökum staðreyndum tilverunnar. Sú
athugun hefir verið gerð af hinni mestu nákvæmni og sam-
vizkusemi.
2. Skýringar á þessum athuguðu staðreyndum. Fyrir
þessum skýringum hafa spiritistarnir gert alveg jafn-vandaða
og viturlega grein, eins og gerð hefir verið fyrir öðrum
skýringum á staðreyndum tilverunnar. Og um ýmsar stað-