Morgunn - 01.12.1926, Blaðsíða 117
MOBQUNN
227
reyndirnar er það að segja, að engir aðrir hafa komið með
neinar viðunanlegar skýringar á þeim, og á sumum alls engar.
Þessi tvö atriði eru hin vísindalega hlið spíritismans. —
Þá er spíritisminn:
3. Sérstök lífsskoðun, reist á hinum athuguðu stað-
reyndum, fögur og björt og skynsamleg lifsskoðun. Það
er hin heimspekilega og trúarlega hlið hreyfingarinnar.
Sumir, sem þá lífsskoðun hafa boðað, hafa gert það af svo
mikilli snild, að aðrir fara þar ekki fram úr.
Og þegar litið er til spíritistanna úti um veröldina þá
verð eg að segja það, að mér finnast alt annað en glögg
sjúkdómseinkennin á þeim. Sumir þeirra eru með allra
frægustu lærdóms- og vísindainönnum jarðarinnar. Aðrir
eru ágætir rithöfundar og blaðamenn. Enn aðrir skipa
mikilvægustu trúnaðarstöður. Nokkrir eru hyggnustu fjár-
málamenn o. s. frv. Flestir þeirra eru auðvitað »eins og
fólk er flest« — nema að því leyti, sem þeir kunna að
vera bjartsýnni og öruggari i lífsbaráttunni en margir aðrir.
Því að ekki má gleyma því, að spíritisminn hefir veitt
miklum sæg manna þá trú á höfund tilverunnar, sem þeir
höfðu annaðhvort aldrei eignast eða þá mist, nýja trú á
lífið og tilgang þess, nýja vissu um endurfundi allra ást-
vina, nýja sannfæring um óendanlega fagnaðarbraut, sem
leið okkar eigi að liggja eftir á sínum tíma.
Þó að ekki sé annað athugað en það, sem eg hefi
tekið fram í þessu stutta máli, þá finst mér það hljóti að
vera nokkuð ógætilegt og vanhugsað að hafa það eitt um
spiritismann að segja, að hann sé sjúkdómur — þó að það
taki út yfir að eigna þann sjúkdóm atburðum, sem gerðust
mörgum áratugum eftir að spíritisminn lagði út í sigurför
sína um veröldina.
Með þessu orðum er eg alls ekki að mótmæla því,
að sumt af því hafi verið óviðfeldið, sem komið hefir fram
í sambandi við spíritismann. En svo hefir farið um alt
það, er mennirnir hafa haft með höndum. Sýkingarkend
gönuskeið manna innan spíritistisku hreyfingarinnar komast
15*