Morgunn - 01.12.1926, Qupperneq 120
230
M; 0 R G U N N
kvöldin. En svo vetraði, og einn daginn var svo kalt, að
maðurinn þorði ekki að láta konuna fara með sér, þar sem
hún var svo heilsulítil. Hún grátbændi hann um, að lofa
sér að fara með honum. En hann aftók það með öllu. Hún
sótti þetta enn fastara og að lokum talaði hann harkalega
til hennar. Þá lét hún undan, og hann skildi við hana, eina,
í hlýindunum í kofanum. Þegar hann kom heim aftur, var
hún horfin. Hann leitaði hvarvetna, en fann hana ekki.
Dag eftir dag leitaði hann um fjöllin, þar sem þau höfðu
einkum dvalist. Að lokum varð honum reikað, úrvinda af
harmi, til tjarnarinnar, þar sem hann hafði fyrst séð andlit
hennar. Þar sá hann hana, eins og forðum daga. Hann
stökk út í tjörnina, og nú voru þetta engar ofsjónir. Konan
hans var þarna örend.
En þó að oss eins og sundli við, að hugsa
Visindamaðurinn unij hve siíkjj- atburðir sem þeir, er hér
að framan er sagt frá, geta verið dular-
arfullir og óskiljanlegir, þá liggur mér við
að finnast, að þrjózka mannanna, ekki sízt lærdómsmann-
anna sumra, gegn því að kannast við og sætta sig við
staðreyndir, sé stundum alveg eins dularfull. Fyrirtaks
sýnishorn þeirrar þrjózku hafa nú birzt árum saman hjá
amerísku lærdómsmönnunum, sem hafa verið að rannsaka
fyrirbrigðin hjá frú Crandon (»Margery«) í Boston, og aldrei
getað komist að neinni niðurstöðu um það, hvort þau gerist
eða gerist ekki, þó að þeir fai að haga öllu eftir sínu höfði.
og
fónografinn
En því fer fjarri, að slík þrjózka komi eingöngu fram,
þegar viðurkenna á sálræn fyrirbrigði. Hún er algengari á
því sviði en annarstaðar, en hennar kennir svo sem víðar.
Prófessor Camille Flammarion skýrir frá einu skínandi
skemtilegu dæmi. Maður hét Rouillaud, franskur prófessor,
doktor, lærdómsmaður mikill, félagi allra helztu vísindafé-
laga Frakklands. Þ. 11. marz 1878 var fónograf Edisons
sýndur á fundi franska vísinda-akademísins fyrsta skiftið.
Það gerði eðlisfræðingur, sem hét Du Moncel. Fyrst skýrði
hann frá þessari uppfundning, og því næst lét hann áhald-