Morgunn - 01.12.1926, Page 121
MORGUNN
231
ið fara að tala. Þá var þessum Iærða Dr. Bouillaud nóg
boðið. Hann spratt upp úr sæti sínu, rauk á fulltrúa Edi-
sons, þreif í hálsinn á honum og grenjaði: »Þorparinn þinn!
Við ætlum ekki að láta búktalara gabba okkur.«
Ekki er sögunni þar með lokið. Sama vísindastofnun
hélt íund 6—7 mánuðum síðar, þ. 30. september. Þar tók
Dr. Bouillaud, aftur til máls, og lýsti yfir því, að hann
teldi sér það sæmd að geta sagt frá því, að eftir nákvœma
rannsókn væri hann sannfærður um að þessi svo nefnda
uppfundning væri ekkert annað en búktal, og að »vér get-
um ekki kannast við það, að einskisverður málmurinn geti
komið í staðinn fyrir hinn göfuga útbúnað mannsraddarinnar.«
Flammarion hnýtir meðal annars þessari athugasemd
við söguna:
»Slíkir menn eru festir aftan í vagn framfaranna, og
þeir tefja fyrir öllu með því að tálma því að hann komist
áfram. Þeim tekst að fela ljósið undir mælikeri, af því að
virðingartitlar þeirra blekkja múgmennina, sem elta hver
annan eins og sauðkindur. Svona er háttað vísindalegum
ályktunum sumra lærdóinsmannanna.«
R.fa\Virrt pffir í ný-útkominni Iðunni er ágæt ritgerð: »Anda-
SirOhverLodire.hyggjan og tri'iarbrögðin<< eftir Sir Oliver
g ’ Lodge. Prófessor Haraldur Níelsson hefir
þýtt ritgerðina. Hann getur þess í inngangsorðum að henni,
að hún hafi m. a. veruð prentuð í ný-útkominni bók á Eng-
landi, sem heitir »Lífið eftir dauðann samkvæmt kenning-
um kristindómsins og andahyggjunnar«. Eru átta ritgerðir
í bókinni: 3 frá sjónarmiði kristinsdómsins, 3 frá sjónar-
miði andahyggjunnar og 2 um samband kristindómsins og
andahyggju. Af þessum átta höfundum eru fimm alsann-
færðir andahyggjumenn.
»Að bók þessari skrifar Lundúnabiskupinn sjálfur inn-
gang, til þess að gefa bókinni meðmæli, segir þýðandinn
enn fremur«. »Hann er ekki sjálfur fylgjandi spíritisman-
um, en svona er hann frjálslyndur og umburðarlyndur.
Telur hann andahyggjumenn samherja sína, af því að þeir
vinni að því að brjóta niður efnishyggjuna, en hún hafi
»nær því verið búin að kæfa alt trúarlíf með síðustu kynslóð«.