Morgunn - 01.12.1926, Síða 123
MORGUNN
233
Vísindalegu heitin, sem ætlast er til að lögð verði til grund-
vallar með öllum þjóðum, vill liann einknm láta mynda af
grískum eða latneskum orðstofnum, enda sé sú venja komin,
á með summn þjóðum (svo sem Englendingum og Frökkum).
Lætur hann þess getið, að eitthvað 46 af þeim 100 orðum,
er hann setur í skrána, hafi hann tekið úr orðasafni F. W.
H. Myers (í bók hans „Iluman Personality") ; öðrum hafi
dr. Henry Holt stungið upp á (í bók sinni „Cosmic Rela-
tion“), en sum séu fyrst mynduð af sér, í samráði við aðra
mentamenn.
Þegar eg fékk bréf um þetta frá dr. Prince í byrjun marz-
mánaðar 1923 og afrit af ritgerð lians, tilkynti eg íslenzku
nefndinni það. Fékk eg síðan meðnefndarmenn mína, þá Ein-
ar H. Kvaran og Þórð Sveinsson lækni, til þess að ræða uppá-
stungurnar við mig og velja til orð eða mynda ný orð á ís-
lenzku, er svöruðu nákvæmlega til hinna erlendu „teknísku“
orða. En eg taldi réttast að bera svo mikið vandamál undir
fleiri af ritliöfundum vorum. Leitaði eg þvi liðs hjá ýmsum
kunningjum minum og starfsbræðrum. Veittu þeir mér mik-
ilsverða hjálp: Jakob Jóh. Smári, dr. Sigurður Nordal og dr.
Guðm. Finnbogason. Þeir tveir síðast nefndu starfa stöðug-
lega að því að mynda ný orð yfir útlendar hugmyndir og
heiti. Var þeim því þetta mál skylt, enda brugðust þeir vel
við og voru ólatir á að beita við það þekking sinni og orðfimi.
Um vorið var dr. Prince síðan sent álit vort og skrá yfir
íslenzku heitin.
Sumarið eftir var annað alþjóðaþing sálarrannsóknamanna
haldið í Varsjá á Póllandi. Þangað sendi dr, Prince skýrslu
um þetta — með ameríska fulltrúanum dr. Gardener Murphy
— og þá kom í ljós, að elcki höfðu nema 3 nefndir orðið við
beiðni dr. Prince. Á því þingi var skipuð sérstök nefnd til að
vinna að þessu og var eg einn í henni. En lítill tími vanst
þar til slíkra starfa, sem vita mátti; á þcim fáu nefndar-
fundum voru ræddar meginreglurnar í uppástungu dr. Walters
F. Prince.
Nú þótt málið sé eklci lengra komið, þykir mér hlýða að