Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 11
ANDVARI
FRÁ RITSTJÓRA
9
tektarvert að aðdáendur sovétkommúnismans höfðu þær varnir uppi þegar
hann hrundi að stefnan hefði í raun verið góð, en þeir sem áttu að framkvæma
hana brugðist. Það sama sögðu stuðningsmenn óhefts kapítalisma í fyrra; það
væru kapítalistarnir sem ekki hefðu staðið sig í að fylgja stefnunni!
Jón Ormur bendir á að kapítalisminn sé byltingarafl, það hafi Karl Marx
sjálfur séð og ritað um það eðli hans að breyta sér, brjóta sig niður og byggja
sig upp í nýrri mynd. Síðan segir í grein hans:
„Það j?arf heldur svo sem ekki fræðileg rök þessi misserin til að vekja
athygli Islendinga á byltingareðli, sköpunarkrafti og eyðingarmætti kapítal-
isma og frjálsra markaða. En býður einhver uppá eitthvað annað?
Ekki enn. Það er hins vegar orðið langt síðan að jafnmargir hæfir menn
hafa glímt við grundvallarspurningar um samband og sátt fjármagns, fram-
leiðslu, neyslu og þjóðfélaga. Því eru spennandi tímar framundan í stjórn-
málum. Það er kallað eftir nýrri málamiðlun á milli markaða og þjóðfélaga, á
milli auðmagns og vinnuafls og á milli fjármagns og framleiðslu. Þjóðfélög
heimsins hafa áður glímt við þetta eins og í heimskreppunni og við lok síð-
ari heimsstyrjaldarinnar. Niðurstöðurnar breyttu heiminum. Það sama mun
gerast í kjölfar yfirstandandi kreppu. Það sem hefur hins vegar bæst við er
að einhvers konar sátt þarf ekki einungis að nást á milli fjármagns, vinnu-
afls, framleiðslu, neyslu og þjóðfélagshátta heldur einnig á milli alls þessa
og náttúrunnar sem framleiðsla og neyslumynstur mannkyns eru að eyða.
- I rauninni snýst spurningin um þetta: Eiga þjóðfélög að sníða markaði að
pólitískum markmiðum eða eiga markaðir að fá frelsi til að móta þjóðfélög í
sína mynd?“ (Fréttablaðið, 24. ágúst 2009).
Kreppan hefur með óþyrmilegum hætti knúið okkur til að horfast af fullri
alvöru á við þessa grundvallarspurningu: í hvers konar þjóðfélagi viljum við
lifa? Fyrir hrunið var látið svo að við gætum gert ráð fyrir ótakmörkuðum
vexti auðsins. En hvað var að baki þessum vexti? Marx kenndi að það væri
vinna mannsins sem skapaði auðinn. En hvað sköpuðu auðjöfrar samtímans?
Var þetta kannski allt í þykjustunni, verið að skiptast á pappírum sem engin
verðmæti stóðu að baki? Var þetta bara spilaborg sem krakkar reisa á stofu-
borði en fellur svo á svipstundu ef á hana er blásið?
Sá sem þetta ritar getur ekki svarað þessum spurningum og hefur sýnst að
þeir geti það ekki heldur sem aðstöðu og þekkingu ættu að hafa til þess. En
svo mikið er víst að þetta kerfi byggði á blekkingum. Þar er úrslitaatriði að
fólk trúi því, eins og Birtingur Voltaires, að „allt sé í allra besta lagi“. Ef sú
trú hrynur, hrynur líka spilaborgin.
En er hægt að snúa þessu við og segja: Ef við trúum því að þjóðfélag okkar
muni rétta úr kútnum, komast á réttan kjöl, mun það þá gerast? Auðvitað
gerist ekkert af sjálfu sér, en á því er enginn vafi að hugarfar fólks ræður