Andvari - 01.01.2009, Side 18
16
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
stundaði hann tímabundið nám við háskóla í Danmörku, Sviss og
Bretlandi árið 1946, í Bandaríkjunum 1952 og í Þýzkalandi 1954. Hann
var kjörinn heiðursdoktor við Háskóla íslands árið 1971.
Við fyrstu sýn kemur nokkuð á óvart að þegar Gylfi hélt utan til
háskólanáms árið 1936 skuli hann hafa haldið til Þýzkalands, þar sem
nazisminn hafði öll tögl og hagldir. Þá voru að baki heiftarleg átök
kommúnista og nazista í landinu, sem börðust fyrir því, með hnúum
og hnefum, að koma lýðræðinu fyrir kattarnef, sem og þýzka jafnaðar-
mannaflokknum (SPD), sem aldrei gafst upp í vörn sinni fyrir lýðræðið.
En það hefur eflaust verið mat Gylfa, að við Háskólann í Frankfurt færi
fram ein bezta kennslan í Evrópu á sviði rekstrarhagfræði og því vildi
hann nema þar. Það er líka eftirtektarvert, að hann valdi þá hagfræði-
grein, sem hann taldi að bankakerfið og atvinnulífið hefðu einna mesta
þörf fyrir hérlendis. Leitaðist hann alla tíð við að efla hana sem mest.
En þótt hann væri við nám í Þýzkalandi og Austurríki, og hafi einbeitt
sér að því, hefur hann eflaust fylgzt vel með fræðilegum umræðum í
hagfræðinni almennt sem og stjórnmálum samtímans.
Gylfi ólst upp á góðu, borgaralegu heimili í Þingholtunum í Reykjavík,
þar sem menningarmál og þjóðmál voru í hávegum höfð. Þorsteinn faðir
hans var landsþekkt skáld og mikilvirkur þýðandi og bókaútgefandi.5
En jafnframt var hann umsvifamikill í stjórnmálalífinu sem ritstjóri
Lögréttu, aðalmálgagns Heimastjórnarflokksins, og forystumaður í liði
heimastjórnarmanna. Auðvitað hefur ungur og næmgeðja sveinn haft
augu og eyru opin fyrir umræðum um menningar- og stjórnmálastörf
föður síns, ekki sízt þar sem vinir Þorsteins og félagar úr stjórnmála-
og menningarlífinu voru tíðir gestir á heimili hans til að ræða þau mál,
sem jafnan voru efst á baugi. En hann naut líka góðs af því, að þeir
Þorsteinn og síra Friðrik Friðriksson voru aldavinir úr Latínuskólanum
og bjuggu í kallfæri hvor við annan í Þingholtunum.
Æskulýðsleiðtoginn mikli var heimagangur hjá fjölskyldunni, enda
sagði Gylfi löngu síðar, að á bernskuárum sínum hafi hann ekki fræðzt
meir af neinum manni sér óskyldum en af síra Friðriki. Þar var eflaust
komið víða við, en síðar gerði hann þó einkum að umtalsefni alla þá
latínu, sem hann nam af læriföður sínum, öll menntaskólaárin. Þeir
fóru ekki aðeins yfir það, sem hann átti að læra til prófs, heldur líka
annað og meira, til að mynda kvæði Hórasar og ræður Cicerós. Er enda
skemmst frá því að segja, að latínan var Gylfa alla tíð hugleikin, hann