Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Síða 18

Andvari - 01.01.2009, Síða 18
16 SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON ANDVARI stundaði hann tímabundið nám við háskóla í Danmörku, Sviss og Bretlandi árið 1946, í Bandaríkjunum 1952 og í Þýzkalandi 1954. Hann var kjörinn heiðursdoktor við Háskóla íslands árið 1971. Við fyrstu sýn kemur nokkuð á óvart að þegar Gylfi hélt utan til háskólanáms árið 1936 skuli hann hafa haldið til Þýzkalands, þar sem nazisminn hafði öll tögl og hagldir. Þá voru að baki heiftarleg átök kommúnista og nazista í landinu, sem börðust fyrir því, með hnúum og hnefum, að koma lýðræðinu fyrir kattarnef, sem og þýzka jafnaðar- mannaflokknum (SPD), sem aldrei gafst upp í vörn sinni fyrir lýðræðið. En það hefur eflaust verið mat Gylfa, að við Háskólann í Frankfurt færi fram ein bezta kennslan í Evrópu á sviði rekstrarhagfræði og því vildi hann nema þar. Það er líka eftirtektarvert, að hann valdi þá hagfræði- grein, sem hann taldi að bankakerfið og atvinnulífið hefðu einna mesta þörf fyrir hérlendis. Leitaðist hann alla tíð við að efla hana sem mest. En þótt hann væri við nám í Þýzkalandi og Austurríki, og hafi einbeitt sér að því, hefur hann eflaust fylgzt vel með fræðilegum umræðum í hagfræðinni almennt sem og stjórnmálum samtímans. Gylfi ólst upp á góðu, borgaralegu heimili í Þingholtunum í Reykjavík, þar sem menningarmál og þjóðmál voru í hávegum höfð. Þorsteinn faðir hans var landsþekkt skáld og mikilvirkur þýðandi og bókaútgefandi.5 En jafnframt var hann umsvifamikill í stjórnmálalífinu sem ritstjóri Lögréttu, aðalmálgagns Heimastjórnarflokksins, og forystumaður í liði heimastjórnarmanna. Auðvitað hefur ungur og næmgeðja sveinn haft augu og eyru opin fyrir umræðum um menningar- og stjórnmálastörf föður síns, ekki sízt þar sem vinir Þorsteins og félagar úr stjórnmála- og menningarlífinu voru tíðir gestir á heimili hans til að ræða þau mál, sem jafnan voru efst á baugi. En hann naut líka góðs af því, að þeir Þorsteinn og síra Friðrik Friðriksson voru aldavinir úr Latínuskólanum og bjuggu í kallfæri hvor við annan í Þingholtunum. Æskulýðsleiðtoginn mikli var heimagangur hjá fjölskyldunni, enda sagði Gylfi löngu síðar, að á bernskuárum sínum hafi hann ekki fræðzt meir af neinum manni sér óskyldum en af síra Friðriki. Þar var eflaust komið víða við, en síðar gerði hann þó einkum að umtalsefni alla þá latínu, sem hann nam af læriföður sínum, öll menntaskólaárin. Þeir fóru ekki aðeins yfir það, sem hann átti að læra til prófs, heldur líka annað og meira, til að mynda kvæði Hórasar og ræður Cicerós. Er enda skemmst frá því að segja, að latínan var Gylfa alla tíð hugleikin, hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.