Andvari - 01.01.2009, Side 38
36
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
í Alþýðuflokknum. Þannig skoruðu sex flokksmenn formlega á hann,
í árslok 1945, að segja af sér formennsku, þar af voru fjórir miðstjórn-
armenn. í miðstjórninni reyndust þá sex menn meðmæltir afsögn, en 14
miðstjórnarmenn voru henni andvígir. Sexmenningarnir gengu undir
heitinu „Blöndalshópurinn“ eða „Blöndalsklíkan“, vegna forystu Jóns
Blöndal fyrir honum.34 Er enginn vafi á því, að Gylfi var í honum. Þeir
félagar héldu uppi harðri gagnrýni á Stefán Jóhann og stjórnarstofn-
anir flokksins á fimmta áratugnum og báru honum á brýn hægra vik
frá grundvallarstefnu hans, lélegt flokksstarf og pólitísk mistök. Eftir
kosningarnar 1937 hvarf flokkurinn frá þjóðnýtingarstefnunni og hafi
það „átt einna stærstan þátt í að svipta hann yfirbragði sínu sem rót-
tækur umbótasinnaður flokkur ... Innan flokksins voru ... menn sem
ekki gátu sætt sig við fráhvarfið frá þjóðnýtingarstefnunni ... þjóðnýt-
ing alls stórrekstrar væri forsenda þess að næg atvinna væri í landinu.“
Óhagstæð kosningaúrslit fyrir flokkinn árið 1942 hafi að verulegu leyti
mátt rekja til niðurfellingar þjóðnýtingarstefnunnar.35
Boðskapurinn um þjóðnýtingu var svo mikilsvert atriði í stefnu
Alþýðuflokksins á millistríðsárunum að ástæða er til að gefa því nokk-
urn gaum. Ef það er íhugað, í tengslum við þróun mála í nágrannalönd-
unum, kemur í ljós, að markmið jafnaðarmanna með henni var bæði
að koma miklu betri skipan á rekstur atvinnuveganna en þá var fyrir
hendi, víðast hvar í Evrópu, af völdum frjálslyndisstefnunnar og heims-
kreppunnar 1929, og útrýma því arðráni, sem fylgdi einkarekstrinum.
En jafnframt var þjóðnýtingin nauðvörn vinnandi fólks, sem var
atvinnulaust og án lífsbjargar langtímum saman. Það leit þannig á, að
einkareksturinn hefði gefizt upp og á hann væri ekki að treysta. Því
yrðu fulltrúar þess í sveitarstjórnum og á þjóðþingum að taka málin í
eigin hendur og hefja atvinnureksturinn að nýju á eigin forsendum.
Til samanburðar má nefna, að ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð
greip ekki til þjóðnýtingar, hvorki á millistríðsárunum eða síðar, en
ríkisstjórn brezka Verkamannaflokksins, undir forystu Clement Attlee,
réðst í víðtæka og umfangsmikla þjóðnýtingu, er hún var sett á lagg-
irnar að kosningum loknum sumarið 1945. Atvinnuleysisárin hérlendis
á fjórða áratug aldarinnar gáfu auðvitað kröfum um þjóðnýtingu og
bæjarrekstur (,,byggða-sósíalisma“) byr undir báða vængi og þær ber að
skoða í ljósi ofangreindra viðhorfa.