Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Síða 38

Andvari - 01.01.2009, Síða 38
36 SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON ANDVARI í Alþýðuflokknum. Þannig skoruðu sex flokksmenn formlega á hann, í árslok 1945, að segja af sér formennsku, þar af voru fjórir miðstjórn- armenn. í miðstjórninni reyndust þá sex menn meðmæltir afsögn, en 14 miðstjórnarmenn voru henni andvígir. Sexmenningarnir gengu undir heitinu „Blöndalshópurinn“ eða „Blöndalsklíkan“, vegna forystu Jóns Blöndal fyrir honum.34 Er enginn vafi á því, að Gylfi var í honum. Þeir félagar héldu uppi harðri gagnrýni á Stefán Jóhann og stjórnarstofn- anir flokksins á fimmta áratugnum og báru honum á brýn hægra vik frá grundvallarstefnu hans, lélegt flokksstarf og pólitísk mistök. Eftir kosningarnar 1937 hvarf flokkurinn frá þjóðnýtingarstefnunni og hafi það „átt einna stærstan þátt í að svipta hann yfirbragði sínu sem rót- tækur umbótasinnaður flokkur ... Innan flokksins voru ... menn sem ekki gátu sætt sig við fráhvarfið frá þjóðnýtingarstefnunni ... þjóðnýt- ing alls stórrekstrar væri forsenda þess að næg atvinna væri í landinu.“ Óhagstæð kosningaúrslit fyrir flokkinn árið 1942 hafi að verulegu leyti mátt rekja til niðurfellingar þjóðnýtingarstefnunnar.35 Boðskapurinn um þjóðnýtingu var svo mikilsvert atriði í stefnu Alþýðuflokksins á millistríðsárunum að ástæða er til að gefa því nokk- urn gaum. Ef það er íhugað, í tengslum við þróun mála í nágrannalönd- unum, kemur í ljós, að markmið jafnaðarmanna með henni var bæði að koma miklu betri skipan á rekstur atvinnuveganna en þá var fyrir hendi, víðast hvar í Evrópu, af völdum frjálslyndisstefnunnar og heims- kreppunnar 1929, og útrýma því arðráni, sem fylgdi einkarekstrinum. En jafnframt var þjóðnýtingin nauðvörn vinnandi fólks, sem var atvinnulaust og án lífsbjargar langtímum saman. Það leit þannig á, að einkareksturinn hefði gefizt upp og á hann væri ekki að treysta. Því yrðu fulltrúar þess í sveitarstjórnum og á þjóðþingum að taka málin í eigin hendur og hefja atvinnureksturinn að nýju á eigin forsendum. Til samanburðar má nefna, að ríkisstjórn jafnaðarmanna í Svíþjóð greip ekki til þjóðnýtingar, hvorki á millistríðsárunum eða síðar, en ríkisstjórn brezka Verkamannaflokksins, undir forystu Clement Attlee, réðst í víðtæka og umfangsmikla þjóðnýtingu, er hún var sett á lagg- irnar að kosningum loknum sumarið 1945. Atvinnuleysisárin hérlendis á fjórða áratug aldarinnar gáfu auðvitað kröfum um þjóðnýtingu og bæjarrekstur (,,byggða-sósíalisma“) byr undir báða vængi og þær ber að skoða í ljósi ofangreindra viðhorfa.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.