Andvari - 01.01.2009, Side 39
andvari
GYLFI P. GÍSLASON
37
Bandalag umbótaflokkanna
Veturinn 1955-1956 fóru fram miklar viðræður milli forystumanna
Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins um stofnun kosningabanda-
lags, er þeir vildu nefna Umbótabandalagið, en andstæðingar þess
kölluðu Hræðslubandalagið. Gylfi var einn aðalhöfundur þess, og átti,
ásamt Haraldi Guðmundssyni, stóran þátt í myndun þess. Helztu for-
ystumenn Framsóknarflokksins í því máli voru Hermann Jónasson
og Olafur Jóhannesson. Það vildi ná meirihluta á þingi, á grundvelli
gildandi kjördæmaskipunar, svo meingölluð, sem hún var þó, rétt eins
og Sjálfstæðisflokkurinn vildi gera, eins og Gylfi hefur bent á. Sumir
áhugamenn í röðum flokkanna gerðu því skóna, að tækist vel til kynni
bandalagið að þróast í nýjan stjórnmálaflokk verkalýðs, bænda og
samvinnumanna, sem hafa myndi í fullu tré við Sjálfstæðisflokkinn.
Meðan undirbúningsviðræðurnar stóðu yfir lagði Gylfi mikla áherzlu
á að upplýsa þingmenn Alþýðuflokksins jafnt og þétt um gang þeirra,
enda var það grundvallaratriði, meðal annars vegna þess hvernig kosn-
ingasamstarfið var hugsað. Meðal þeirra var Hannibal Valdimarsson.
Engu að síður þróuðust mál þannig, að hann kaus að mynda nýtt kosn-
ingabandalag með Sósíalistaflokknum, Alþýðubandalagið, og buðu
síðan bæði bandalögin fram í kosningunum 1956, að sjálfsögðu ásamt
Sjálfstæðisflokknum.
Alþýðubandalagið var sigurvegari kosninganna 1956 og Umbóta-
bandalaginu tókst ekki að fá þingmeirihluta kjörinn í þeim. í kjölfarið
myndaði Hermann Jónasson ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðu-
bandalags og Alþýðuflokks. Varð Gylfi þá ráðherra fyrsta sinni og fór
með menntamál og iðnaðarmál, en auk þess hafði hann á sinni könnu
samskipti við Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OEEC, síðar
OECD), sem og alþjóðlegar fjármálastofnanir. Sætti sú skipan mála
nokkrum tíðindum, sem getið verður um síðar. Stjórnin var kölluð
vinstristjórn, og var það ýmist lof eða last í munni manna. I bók sinni
um viðreisnarárin segir Gylfi frá komu hollenzks sérfræðings hingað
hl lands haustið 1956, er rannsakaði ástand efnahagsmála fyrir ríkis-
stjórnina og samdi síðan með aðstoðarmanni yfirlitsskýrslu um þau. Er
frásögn Gylfa á þessa leið:
Aðalatriði hennar var, að efnahagsástandið væri alvarlegt, greiðsluhalli mikill
og vaxandi og greiðslubyrðin orðin of þung. Til þess að ráða bót á erfiðleik-