Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 57
andvari
GYLFI Þ. GÍSLASON
55
Og ríkisstjórnar og tók í hemlana væru útlán að aukast og þensla í
hagkerfinu í uppsiglingu.62 Gylfi leit þannig á, og ríkisstjórnin öll,
að bankarnir ættu að þjóna þjóðarhag, en ekki öfugt. Og fylgdi því
stranglega eftir. Sér til halds og trausts hafði hann Jóhannes Nordal og
Jónas H. Haralz, sem og Þórhall Asgeirsson, ráðuneytisstjóra, er allir
höfðu náið samráð sín í milli árum saman. Greindi hann síðan Ólafi
Thors, forsætisráðherra, sem fór með efnahagsmálin í ríkisstjórninni,
nær daglega frá því, sem efst var á baugi hverju sinni.
Gylfi Þ. Gíslason er sá ráðherra, sem lengst allra fór samfellt með
forsjá bankamála í ríkisstjórn íslands á síðari helmingi 20. aldar. Hann
leit svo á, er hann íhugaði síðar þá reynslu sína, jafnt í blíðu sem stríðu,
að peningamál landsmanna yrðu að lúta styrkri stjórn hins opinbera
og að viðskiptabankarnir yrðu að hafa hagsmuni heildarinnar að
leiðarljósi. Hann var ekki andvígur stofnun og starfsemi einkabanka,
en sagði, að „(Þ)ótt ég telji, að sú staðreynd, að íslenzka bankakerfið sé
að mestu leyti ríkisbankakerfi, eigi verulegan þátt í verðbólguþróun-
inni, ber samt ekki að skilja það svo, að ég telji æskilegra, að banka-
kerfið sé einkabankakerfi. Ríkisbankakerfi hefur mikilvæga kosti,
sem ég tel þyngri á metunum en gallana.“63 Alþingi hlyti að setja
bönkunum nauðsynlegar skorður, svo að þá bæri ekki af leið, og fylgja
þeirri stefnu fast eftir.
Menning er undirstaða velmegunar og
lykill að lífshamingju
Svo sem áður hefur komið fram var Gylfa falið embætti mennta-
málaráðherra, er hann tók sæti í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar 1956.
Hvorki hann né aðrir gátu þá vitað að hann myndi gegna því til ársins
1971, en samt hafði hann bæði landakortið og áttavitann örugglega í
hendi sér. Það var honum ekki að skapi að leggja af stað út í óvissuna
og láta tilviljun ráða för. Svo vel vill til, að hann hefur látið eftir sig
nokkurs konar stefnuyfirlýsingu, þar sem hann greinir frá því hugarfari
og þeirri hugmyndafræði, sem hann lagði til grundvallar. Ahugi hans á
mennta- og menningarmálum hafi átt sér djúpar rætur: