Andvari - 01.01.2009, Side 68
66
SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON
ANDVARI
hennar. Síðast en ekki sízt, og þar fyrir utan, var honum ómetanlegt
að eiga jafnan aðgang að fremstu sérfræðingum Islendinga í handrita-
málinu, sem þá voru þeir Einar 01. Sveinsson, Jón Helgason, Jónas
Kristjánsson og Sigurður Nordal. Með þessu styrkti hann pólitíska
samstöðu stjórnmálaflokkanna um þá stefnu, sem rekin var og allir
voru sammála um. En jafnframt er þetta enn eitt dæmið um þá dreng-
lund hans, að meina engum að fylgjast með og hafa áhrif, væri fengur
að því og teldist hann eiga siðferðilegan eða pólitískan rétt á því.
Ogleymanlegt er þegar þeir Gylfi Þ. Gíslason og Viggo Kampmann,
forsætisráðherra Dana, stóðu frammi fyrir því að gera út um málið
á lokafundinum 21. apríl 1961. Með Gylfa þar voru þeir Gunnar
Thoroddsen, fjármálaráðherra, og Stefán Jóh. Stefánsson, ambassador,
en Bomholt, félagsmálaráðherra og Jörgensen, menntamálaráðherra,
voru með Kampmann forsætisráðherra. I aðdraganda fundarins hafði
komið í ljós, að Dönum var mikið í mun að mikilvæg handrit yrðu
eftir í Höfn, sem sýnishorn um hinn mikla menningararf, er þeir höfðu
varðveitt. Myndu þeir meta það mikils að þeir fengju haldið einhverjum
slíkum og gæti það ráðið úrslitum um þá lausn, sem var í burðarliðnum.
Hafði Gylfi því, fyrir fundinn, fengið Sigurð Nordal til þess að setja
saman, í algjörum trúnaði, lista yfir þau handrit, sem til álita kæmi að
skilja eftir. Voru efst á honum eitt af handritum Snorra-Eddu og eitt af
handritum Njáls sögu. A lokafundinum bauð Gylfi, að fengnu samþykki
ríkisstjórnarinnar, að eitt handrit Snorra-Eddu yrði áfram í Danmörku
og lagði Kampmann til við sína menn, að það boð yrði samþykkt. Var
það gert og samkomulag þar með loks fengið um endurheimt handrit-
anna, þótt nokkur ár ættu enn eftir að líða þangað til þau kæmu heim.74
Jónas Kristjánsson sagði um Gylfa látinn, að það mætti
... aldrei gleymast að Gylfi átti allra manna mestan þátt í lausn handritamáls-
ins. Það hefði áreiðanlega ekki verið til lykta leitt á þessum tíma ef hans hefði
ekki notið við, og þá er alls óvíst hvernig síðar hefði farið. Því var og líkast
sem Gylfi ynni að þessu máli undir heillastjörnu. ... Einungis lagni Gylfa og
staðfesta og traust sambönd við stuðningsmennina í Danmörku fengu borgið
handritamálinu í höfn.75
í Vidreisnarárunum er samningaferlið og frásögnin af undirbúningi
síðasta samningafundarins rakin í stórum dráttum. Hinn 1. apríl 1971
var handritamálinu formlega lokið, er menntamálaráðherrar Dan-
merkur og íslands skiptust á skjölum því til staðfestingar, og þann 21.