Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 68

Andvari - 01.01.2009, Page 68
66 SIGURÐUR E. GUÐMUNDSSON ANDVARI hennar. Síðast en ekki sízt, og þar fyrir utan, var honum ómetanlegt að eiga jafnan aðgang að fremstu sérfræðingum Islendinga í handrita- málinu, sem þá voru þeir Einar 01. Sveinsson, Jón Helgason, Jónas Kristjánsson og Sigurður Nordal. Með þessu styrkti hann pólitíska samstöðu stjórnmálaflokkanna um þá stefnu, sem rekin var og allir voru sammála um. En jafnframt er þetta enn eitt dæmið um þá dreng- lund hans, að meina engum að fylgjast með og hafa áhrif, væri fengur að því og teldist hann eiga siðferðilegan eða pólitískan rétt á því. Ogleymanlegt er þegar þeir Gylfi Þ. Gíslason og Viggo Kampmann, forsætisráðherra Dana, stóðu frammi fyrir því að gera út um málið á lokafundinum 21. apríl 1961. Með Gylfa þar voru þeir Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, og Stefán Jóh. Stefánsson, ambassador, en Bomholt, félagsmálaráðherra og Jörgensen, menntamálaráðherra, voru með Kampmann forsætisráðherra. I aðdraganda fundarins hafði komið í ljós, að Dönum var mikið í mun að mikilvæg handrit yrðu eftir í Höfn, sem sýnishorn um hinn mikla menningararf, er þeir höfðu varðveitt. Myndu þeir meta það mikils að þeir fengju haldið einhverjum slíkum og gæti það ráðið úrslitum um þá lausn, sem var í burðarliðnum. Hafði Gylfi því, fyrir fundinn, fengið Sigurð Nordal til þess að setja saman, í algjörum trúnaði, lista yfir þau handrit, sem til álita kæmi að skilja eftir. Voru efst á honum eitt af handritum Snorra-Eddu og eitt af handritum Njáls sögu. A lokafundinum bauð Gylfi, að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að eitt handrit Snorra-Eddu yrði áfram í Danmörku og lagði Kampmann til við sína menn, að það boð yrði samþykkt. Var það gert og samkomulag þar með loks fengið um endurheimt handrit- anna, þótt nokkur ár ættu enn eftir að líða þangað til þau kæmu heim.74 Jónas Kristjánsson sagði um Gylfa látinn, að það mætti ... aldrei gleymast að Gylfi átti allra manna mestan þátt í lausn handritamáls- ins. Það hefði áreiðanlega ekki verið til lykta leitt á þessum tíma ef hans hefði ekki notið við, og þá er alls óvíst hvernig síðar hefði farið. Því var og líkast sem Gylfi ynni að þessu máli undir heillastjörnu. ... Einungis lagni Gylfa og staðfesta og traust sambönd við stuðningsmennina í Danmörku fengu borgið handritamálinu í höfn.75 í Vidreisnarárunum er samningaferlið og frásögnin af undirbúningi síðasta samningafundarins rakin í stórum dráttum. Hinn 1. apríl 1971 var handritamálinu formlega lokið, er menntamálaráðherrar Dan- merkur og íslands skiptust á skjölum því til staðfestingar, og þann 21.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.