Andvari - 01.01.2009, Page 98
96
HANNES BJÖRNSSON
ANDVARI
stofnaður næsta ár og deildu skólarnir framan af húsnæði því sem nú hýsir
Menntaskólann í Reykjavík.
Þessar breytingar voru í samræmi við það sem var að gerast í Kaupmannahöfn,
en um margt að undirlagi íslendinga sjálfra.11 Hinir sigldu báru með sér hug-
myndir samtímans frá Danmörku og um þetta leyti var Magnús Stephensen
öflugasti útbreiðslumaður þeirra. Menntastefna Wilhelm von Humboldts
(1767-1835)12 olli sömu byltingu í æðra námi og hugmyndir Filippusar
Melanktons (1497-1560) höfðu gert á lægra skólastigi.13 Einn áhrifamesti sam-
starfsmaður Humboldts var J. H. Campe (1746-1818), en Magnús Stephensen
lét snúa ritum hans á íslensku og prenta þau á Leirárgörðum. Um miðja 19.
öldina komu nýir straumar til sögunnar. Framhyggja (pósitívismi) Auguste
Comtes (1798-1857), nytjahyggja John Stuart Mills (1806-1873) og franska
efnishyggjan tóku völdin við lok aldarinnar og halda þeim enn að mestu. Þá
urðu til ný fræði sem oft vildu ekki kannast við hin eldri. Frumspeki og jafn-
vel heimspeki þóttu úrelt, ónákvæm og harla ósennileg, og um margt trúin
einnig.
Gömul og ný sálfrœði
Við sjáum þessa þróun vel í sögu sálfræðinnar. Oft er sagt að hún hafi „orðið
til“ 1879 þegar Wilhelm Wundt (1832-1920) setti fyrstur manna skilti á sál-
fræðilega rannsóknarstofu. Auðvitað var sálfræðin árþúsundagömul þá þegar
sem ein grein heimspekinnar. En með rannsóknarstofu Wundts verður til
sálfræði sem einbeitir sér að því sem er skoðanlegt út frá öðrum forsendum
en þeim sem hughyggjan (eða heimspekin almennt) gefur sér. Þorsteinn
Gylfason kallar hana „sjálfstæða sálfræði" til aðgreiningar frá hinni gömlu
heimspekilegu sálfræði, en telur sjálfstæðið reyndar vera tálsýn.14
Tækniþróunin sem fylgdi iðnbyltingunni skipti miklu í þessu samhengi
líkt og tölvubyltingin síðar.15 Mattháus Hipp (1813-1893) jók nákvæmni tíma-
mælinga og stórskotaliðsliðþjálfinn Werner Siemens setti fram nýstárlegar
hugmyndir um hraðamælingar 1847. Hermann von Helmholtz (1821-1894)
greindi frá mælingum sínum á hraða taugaboða 185016 og þar með var komin
ný leið til að rannsaka hugarstarfsemi mannsins. Það urðu til tæki sem mældu
hugsun manna, en aðeins hafði verið á færi hugsuða að fjalla um hana áður,
og er fram liðu stundir varð nokkur núningur milli tæknihyggju og röklegrar
hugsunar.
Það var einnig komin til ný hugsun um gangvirki náttúrunnar sem til
þessa hafði verið talin lúta forsjá og yfirstjórn Almættisins. Þróunarhyggja
varð órjúfanlegur þáttur sálfræðinnar með Herbert Spencer (1820-1903). Rit
Darwins (1809-1882), On the Origin ofSpecies, kom út 1859 og ári síðar birti