Andvari - 01.01.2009, Page 103
andvari
SÁLFRÆÐI HANNESAR ÁRNASONAR PRESTASKÓLAKENNARA
101
sóttu nemendur þeirra kennslu í forspjallsvísindum í Prestaskólanum. Á sama
hátt og í Danmörku var slíkt próf skilyrði fyrir að mega ljúka lokaprófi frá
skólunum. Prestaskólinn sameinaðist svo Læknaskólanum og Lagaskólanum
að viðbættri nýstofnaðri heimspekideild í Háskóla íslands við stofnun hans
1911.
Prestaskólinn átti nokkurt bókasafn, upphaflega um 650 bækur og var það
aukið smám saman.34 Heimspekinni hefur verið sinnt þvr meðal annars var
heimspeki Sören Kierkegaards eitt af því sem Matthías Jochumsson hafði
aðgang að í bókasafni skólans á skólaárum sínum.35 Forstöðumaður hafði
umsjón með safninu, en ætla má að Hannes hafi haft áhrif á það að áhuga-
samir nemendur hefðu aðgang að helstu heimspekiritum.
Á þessum árum blésu vindar frelsis og nýrrar aldar um Evrópu, það var
byltingaröld. Á íslandi kom þessi frelsisþrá meðal annars fram í pereatinu
og afhrópun dómkirkjuprestsins Ásmundar Jónssonar, síðar prests í Odda.36
Margir samtímamenn bera þjóðinni illa söguna á þessum tíma. Drykkja þótti
mörgum vera allt of mikil37 og hugarfar landans gróft eftir því. Æðri menntun
var ekki alltaf mikils metin ef hún þjónaði ekki skýrum tilgangi. Það þurfti
að mennta menn til að skíra og jarða, dæma og lækna, en fræðigreinar eins
og jarðfræði, líffræði og heimspeki voru oft taldar lítils eða einskis virði.
Kennslugreinar Hannesar í Lærða skólanum voru lengi vel ekki teknar inn
í heildareinkunn nemenda sem þess vegna kölluðu greinina „snakkið“. Svo
rammt kvað að vanrækslu nemenda að komið var á lágmarkseinkunn.38
Hannes virðist hafa verið sérkennilegur maður, um það ber samtímaheim-
ildum saman. Hann varð því almannarómi auðveld bráð og spunnust margar
kímnisögur um hann. Hann var ákaflega vandur að virðingu sinni og gat
reiðst þegar hann varð þess var að hent var að honum gaman eða taldi að
sér væri sýnd lítilsvirðing. Allt að einu gat hann tekið hrekkjum námssveina
UPP að ákveðnu marki og varði þá gagnvart öðrum kennurum sem urðu fyrir
barðinu á þeim.39 Hann lifði fyrir það að miðla þekkingu sinni, en flestir
námssveinar sem og almenningur, sáu aldrei lengra en að honum sjálfum.
Þeir sem greindu þann heim, sem Hannes reyndi af öllum mætti að opna dyr
að, báru djúpa og einlæga virðingu fyrir þekkingu hans.40
Hannes Arnason bjó við Austurvöll í snotru húsi sem síðar var kennt við
Herdísi Benediktsen. Hann var í farsælu og mjög nánu hjónabandi og saknaði
eiginkonu sinnar mjög eftir að hún lést 1868 41 Sjálfur fór hann héðan sáttur
yið Guð og menn. Kirkjubókin tilgreinir að hann „dó eftir langvinna upp-
dráttarvesöld“ þann 1. desember 1879, sjötugur að aldri. Hann hafði fengið
lausn frá störfum 1876 en kenndi áfram í Prestaskólanum til 1878. Við stöðu
hans þar tók Eiríkur Briem42 eftir að Steingrímur Johnsen kenndi veturinn
Í879-80, en Benedikt Gröndal leysti Hannes af hólmi í Lærða skólanum.