Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Síða 103

Andvari - 01.01.2009, Síða 103
andvari SÁLFRÆÐI HANNESAR ÁRNASONAR PRESTASKÓLAKENNARA 101 sóttu nemendur þeirra kennslu í forspjallsvísindum í Prestaskólanum. Á sama hátt og í Danmörku var slíkt próf skilyrði fyrir að mega ljúka lokaprófi frá skólunum. Prestaskólinn sameinaðist svo Læknaskólanum og Lagaskólanum að viðbættri nýstofnaðri heimspekideild í Háskóla íslands við stofnun hans 1911. Prestaskólinn átti nokkurt bókasafn, upphaflega um 650 bækur og var það aukið smám saman.34 Heimspekinni hefur verið sinnt þvr meðal annars var heimspeki Sören Kierkegaards eitt af því sem Matthías Jochumsson hafði aðgang að í bókasafni skólans á skólaárum sínum.35 Forstöðumaður hafði umsjón með safninu, en ætla má að Hannes hafi haft áhrif á það að áhuga- samir nemendur hefðu aðgang að helstu heimspekiritum. Á þessum árum blésu vindar frelsis og nýrrar aldar um Evrópu, það var byltingaröld. Á íslandi kom þessi frelsisþrá meðal annars fram í pereatinu og afhrópun dómkirkjuprestsins Ásmundar Jónssonar, síðar prests í Odda.36 Margir samtímamenn bera þjóðinni illa söguna á þessum tíma. Drykkja þótti mörgum vera allt of mikil37 og hugarfar landans gróft eftir því. Æðri menntun var ekki alltaf mikils metin ef hún þjónaði ekki skýrum tilgangi. Það þurfti að mennta menn til að skíra og jarða, dæma og lækna, en fræðigreinar eins og jarðfræði, líffræði og heimspeki voru oft taldar lítils eða einskis virði. Kennslugreinar Hannesar í Lærða skólanum voru lengi vel ekki teknar inn í heildareinkunn nemenda sem þess vegna kölluðu greinina „snakkið“. Svo rammt kvað að vanrækslu nemenda að komið var á lágmarkseinkunn.38 Hannes virðist hafa verið sérkennilegur maður, um það ber samtímaheim- ildum saman. Hann varð því almannarómi auðveld bráð og spunnust margar kímnisögur um hann. Hann var ákaflega vandur að virðingu sinni og gat reiðst þegar hann varð þess var að hent var að honum gaman eða taldi að sér væri sýnd lítilsvirðing. Allt að einu gat hann tekið hrekkjum námssveina UPP að ákveðnu marki og varði þá gagnvart öðrum kennurum sem urðu fyrir barðinu á þeim.39 Hann lifði fyrir það að miðla þekkingu sinni, en flestir námssveinar sem og almenningur, sáu aldrei lengra en að honum sjálfum. Þeir sem greindu þann heim, sem Hannes reyndi af öllum mætti að opna dyr að, báru djúpa og einlæga virðingu fyrir þekkingu hans.40 Hannes Arnason bjó við Austurvöll í snotru húsi sem síðar var kennt við Herdísi Benediktsen. Hann var í farsælu og mjög nánu hjónabandi og saknaði eiginkonu sinnar mjög eftir að hún lést 1868 41 Sjálfur fór hann héðan sáttur yið Guð og menn. Kirkjubókin tilgreinir að hann „dó eftir langvinna upp- dráttarvesöld“ þann 1. desember 1879, sjötugur að aldri. Hann hafði fengið lausn frá störfum 1876 en kenndi áfram í Prestaskólanum til 1878. Við stöðu hans þar tók Eiríkur Briem42 eftir að Steingrímur Johnsen kenndi veturinn Í879-80, en Benedikt Gröndal leysti Hannes af hólmi í Lærða skólanum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.