Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2009, Side 108

Andvari - 01.01.2009, Side 108
106 HANNES BJÖRNSSON ANDVARI kenndir í sögu sálfræðinnar, svo sem Descartes, Locke, Wolff, Spinoza, Kant, Fichte, Hegel og fleiri. Umfjöllun Hannesar um F. J. Gall80 (1758-1828) er gott dæmi um það hvernig Hannes vinnur úr uppbyggingu Sibberns, en Gall er helst þekktur fyrir kenningar sínar um phrenologiu eða höfuðlagsfræði sem er listin að lesa úr höfuðkúpum. Hannes vísar í Sibbern og aðra fræðimenn jöfnum höndum líkt og almennt er gert í fyrirlestrunum. Rök með og á móti ágæti „heilafræð- innar“ eru vegin og metin á akademískan hátt og lögð fyrir nemendur til að þeir geri upp hug sinn varðandi námsefnið. Hrifning Hannesar á Sókratesi leynir sér ekki né aðdáun hans á Hegel, en Hegel er með langan, gagnrýn- inn kafla um phrenologiu í „höfuðriti“ sínu.81 Til samanburðar er kaflinn hjá Sibbern mun styttri. Hann gerir færri athugasemdir við efnið og tekur á því á allt annan hátt en Hannes gerir.82 Sálfræði Hannesar Árnasonar fylgir Sibbern um margt en hann leggur sínar áherslur á hlutina og vísar langt út fyrir kennsluefnið. Þungamiðja efn- isins hjá þeim báðum er þekkingarfræðin, sem er mjög eðlilegt þar eð hug- hyggjan fæst við andlegan veruleika sem er annars eðlis en hlutveruleikinn og hlýtur því að velta fyrir sér hvað sé þekkjanlegt í raun. Tilraunasálfræðin er ekki til staðar, en Skotanum Dugald Stewart (1753-1828) bregður fyrir í kaflanum um nytsemi sálfræðinnar.83 Stewart var lærisveinn Thomas Reid (1710-1796) sem er faðir skosku sálfræðinnar sem kom fram sem andsvar við efahyggju David Humes (1711-1776) og er kennd við heilbrigða skynsemi (commonsense psychology). Hannes nefnir ekki Hume en sérstaklega er sagt frá Cowardy nokkrum, höfundi Cogitationes posterioris de anima sem var gefin út í London 1704, „ákærður og dæmdur sem atheisti. Til þessa skoð- unarháttar heyrir einnig Systeme de la nature. Lametrier.“84 Efni fyrirlestranna þyngist er á þá líður og það er fínn blæbrigðamunur á hugtökum. Fyrirlestrarnir eru að miklu leyti greining á því hvernig hugur skoðar sjálfan sig og hvað hann geri án tilvísana til hins líkamlega. Það er ekki að furða að mörgum nemendum hafi gengið illa að tileinka sér efnið. Fyrirlestrarnir eru almennt á þokkalegu máli, en nokkuð dönskuskotnu. Mörg fræðiheiti eru íslenskuð auk þess sem þau koma fyrir á dönsku eða latínu. Þess ber að gæta að Hannes Árnason fylgdi málhreinsunarstefnu Fjölnis- manna. Jafnframt virðist hann hafa tileinkað sér sálfræðilega íslenska mál- hefð frá sóknarpresti sínum að Melum, Bjarna Arngrímssyni sem þýddi Sálar-Frœði eftir J. H. Campe.85 Campe var samstarfsmaður Humboldts, en til Humboldts hafa sumir rakið rætur svokallaðrar Völkerpsychologie Wundts.86 Meðal fræðiheita í þýðingu sr. Bjarna er „Hugsmíðakraptur“87 en hjá Hannesi kemur víða fyrir hugtakið „hugsmíðaafl“. Hugtakið kemur ekki fyrir í öðru þýddu riti Campe88 og er elsta orðmynd þess talin vera frá 1869 hjá Orðabók Háskóla íslands, í tengslum við þýðingu á Swedenborg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.