Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 123
andvari
„OG VEISTU ÞAÐ, AÐ ÞÚ ERT EKKI TIL"
121
anhafs og austan milli afþreyingarbókmennta og fagurbókmennta, fjöldans
og fílabeinsturnsins.5
Nýrýnin kom fram á fimmta áratugnum með rætur í þeim þriðja og hún
hyllti „hið hreina ljóð“ sem virti engar aðrar skyldur en skylduna við ljóð-
listina. Engar ytri aðstæður eða hugmyndafræði áttu að hafa áhrif á ljóðið
sem væri lokaður heimur og sjálfu sér nægt. Eins og bent hefur verið á taldi
nýrýnin fagurfræði sína hafna yfir hugmyndafræði en í raun gengu forvígis-
menn hennar út frá forsendum frjálslyndrar mannhyggju þar sem valfrelsi
einstaklingsins er ekki dregið í efa, mismunandi skerðing á því valfrelsi vegna
efnahags, kyns eða stéttar skipti ekki máli og dónaskapur að draga það tal
inn í siðprúðar vistarverur ljóðsins. Nýrýnin sagði að fyrsta og eina hlutverk
Ijóðsins væri að veita viðnám gegn óreiðu og upplausn heimsins, fanga eitt-
hvað í flugi þess eða flæði og fella það í form. Skáldið Archibald MacLeish er
sennilega ekki frægt fyrir neitt annað en að segja: „A Poem shouldn’t mean.
But be.“ („Ljóð á ekki að merkja neitt. Það á að vera“) og það spakmæli tekur
Steinn Steinarr upp og notar sem einkunnarorð að fyrstu útgáfu Tímans og
vatnsins. í þessum ummælum MacLeish felst að ekki er hægt að endursegja
ljóðið, merking þess felst í formi þess, þversögnum, andstæðum og íroníu.6
Eftirlætisform nýrýninnar var þversögnin af því að hún nær að sameina
skapandi undrun annars vegar og íroníuna hins vegar eða eins og Cleanth
Brooks (1906-1994) sagði: „Þessi sameining er ekki rökræn, hún hunsar aug-
ljóslega bæði vísindin og heilbrigða skynsemi, hún fellir saman það sem ekki
á saman og sýnir þversagnir í lífi okkar.“ 7
Þau ljóð Steins sem eru byggð yfir þversagnir og íroníu skipta tugum. I
Sjálfsmynd málar ljóðmælandinn mynd af sér eða sínu sanna sjálfi á vegg en
enginn sér þá mynd því það er málað jafnharðan yfir hana. Myndir eru mál-
aðar til hálfs, fólk skilur þann sem talar til hálfs en í fjölmörgum Ijóðum er
ekki einu sinni þetta skilningsleysi því að það er ekkert líf. í ljóðinu Atlantis
er siglt „ Áfram, áfram í auðn og nótt.“ og í Kvæðinu um veginn er „auðn og
myrkur á allar hliðar og enginn vegur“ og í Skóhljóði er allt löngu dáið og
þú vakir einn yfir líki heimsins. Þögnin togar þannig í ljóðið strax í annarri
Ijóðabókinni Ljóðum frá 1937.
I Ljóði án lags er brjóst ljóðmælandans fullt af söng en þó hann gráti
og biðji og tjái allar sínar tilfinningar kemur hann ekki upp hljóði og eng-
inn heyrir til hans. í Sulti hrópar ljóðmælandinn á miskunn en fólk gengur
framhjá honum brosandi og heyrir ekki í honum. I Orðum ræðst svo orðið,
sem enginn vill heyra, á viðfangið eitt haustkvöld og umlykur það: „Svo
veistu það loks: Þú ert lokaður inni. Mitt vængjaða orð, sem þú vildir ei
heyra, er vaxið utan um líf þitt og sleppir þér ekki.“
Formin leysast upp, eitthvað sem gæti afmarkað ljóðmælandann leysist
UPP og hann veit ekki hvort hann er sá sem lifir eða hinn sem dó, hvort hann