Andvari - 01.01.2009, Side 127
andvari
„OG VEISTU ÞAÐ, AÐ ÞÚ ERT EKKI TIL"
125
Þótt hjartað ei hamingju fyndi,
hún hlotnast því eitthvert sinn,
því dauðinn er ást þín og yndi,
og ástin er dauði þinn.
Eða í ljóðinu Heimurinn og ég:
Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi
né byrgjum kala neinn í hjörtum inni,
því ólán mitt er brot af heimsins harmi,
og heimsins ólán býr í þjáning minni.
Bókmenntirnar líkja eftir og sýna okkur tilfinningar sem eru of hættulegar til
að við getum farið eftir þeim í lífi okkar, segir Júlía Kristeva. Bókmenntirnar
leyfa okkur að upplifa yfirhvarf (transgression) í táknrænu formi, þær sjálfar
eru ekki þetta yfirhvarf en geta endurskapað það í okkur, opnað sálarkirnur
hjá lesandanum þannig að hann þekki aftur hrun múranna og markanna.
Barátta hins þunglynda texta er hins vegar ekki aðeins barátta við að tákna
hið innra tóm eða „Hlutinn“, heldur er textinn bundinn honum tryggðabönd-
um og vill ekki svíkja hann.12 Þögnin togar í textann. Ef til vill má lýsa þess-
um ljóðum Steins eins og loftmössum sem lýstur saman svo að í ljóðunum
verður innsprenging, þau þagna, lofttæmast, breytast í einn vatnsdropa eða
eitt titrandi tár.
IV
Hvað hefur svo áunnist með þessum þunglyndislega lestri á ljóðum Steins
Steinars? Er ég að „sjúkdómsvæða“ Stein, bæta þunglyndi ofan á alla þá
sjúkdóma sem fyrir voru - og var þó varla á bætandi? Eg tel mig satt að segja
ekki hafa sagt hér eitt einasta orð um geðheilbrigði Steins Steinars og alls
ekkert um samband þeirra Etilríðar, móður hans. Og ég veit ekki hvort hið
þunglyndislega grunnmynstur sem ég hef talað um og stígur æ skýrar upp úr
verkum hans kom innan frá eða hvort það var ein af fjölmörgum sjálfs-svið-
setningum Steins Steinars. Hvort heldur var saug baráttan við það kannski til
sín lífskraftinn úr ljóðum hans.
Þunglyndið var tímanna tákn á eftirstríðsárunum, það voru erfiðir tímar
°g engin tilviljun að kenningar eins og tilvistarstefna Sartre komu fram sem
eftirmálar styrjaldarinnar. Þunglyndi var í tísku og tískan reynir venjulega að
velja eitthvað úr því gamla og setja það fram með hávaða eins og það sé nýtt
°g hafi aldrei áður sést. Steinn Steinarr vakti sterkar tilfinningar samtíma-
ntanna sinna, goðsagnagerð um hann var mikil og mögnuð á sínum tíma og
hvað eftir annað kölluðu samtímamenn hans hann „séní“ eða snilling. „Séní“