Andvari - 01.01.2009, Page 132
130
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
Stefanía Guðmundsdóttir, mikilhæfasti leikari íslendinga á fyrri hluta síð-
ustu aldar, er dæmi um hið fyrrnefnda.1 Hún lagði Reykjavík að fótum sér
um leið og hún kom fram seytján ára gömul á sviði Góðtemplarahússins. Það
gerði Lárus Pálsson að vísu ekki þegar Reykvíkingar sáu hann leika í fyrsta
skipti í skólaleik snemma árs 1933. Menn veittu honum þó strax svo mikla
eftirtekt að síðasta veturinn, sem hann var í menntaskóla, bauð Indriði Waage
honum lítið hlutverk í Manni og konu, leikriti þeirra Emils Thoroddsens upp
úr skáldsögu Jóns Thoroddsens. En átta árum síðar, þegar Lárus sté fram
í hlutverki söngkennarans Celestins í óperettunni Nitouche, þurfti enginn
að velkjast í vafa um að stjarna væri fædd. Þá hafði Lárus numið listina og
fengið dýrmæta starfsreynslu á sviðum Kaupmannahafnar. Hann átti að baki
strangan skóla og hafði staðist dóm kröfuharðra lærimeistara og gagnrýnenda
sem stóðu föstum fótum á grunni gamalgróinnar leikhúshefðar með náin
tengsl við Evrópuþjóðirnar. Danir voru þá sannarlega engin útkjálkaþjóð á
þessu sviði, ef einhver skyldi halda það. Litlar sem engar líkur eru til þess að
Lárus hefði orðið nokkru betri leikari, þótt hann hefði farið til náms eitthvert
annað, til Englands eða Þýskalands.
Ferill Lárusar Pálssonar næstu ár eftir heimkomuna síðla árs 1940 verður
samfelld sigurganga. Hann er vart fyrr stiginn á land en hann er ráðinn til
Leikfélags Reykjavíkur.2 Þar bíða hans metnaðarfull og heillandi viðfangs-
efni, bæði sem leikara og leikstjóra. Hann er einnig eftirsóttur í Utvarpinu
og einn veturinn er hann fenginn til að hafa umsjón með útvarpsleikritunum.
Þau eru þá að verða æ fyrirferðarmeiri dagskrárliður, þó að sérstakur leik-
listarstjóri væri ekki ráðinn að stofnuninni fyrr en árið 1947.3 A sumrin er
hann á þönum út um land að lesa upp og leiklesa fyrir landsbyggðarfólkið.4
Síðast en ekki síst stofnar hann leiklistarskóla sem veitir nánast öllum burðar-
leikurum næstu kynslóðar á eftir fyrstu undirstöðumenntun þeirra. Já, hann
er sannarlega „golden boy“ íslenskrar leiklistar á þessum tíma; það er eins og
flest blómstri í höndunum á honum.
En síðan tekur að halla undan fæti. Lárus ræðst sem leikari og leikstjóri til
Þjóðleikhússins, þegar það tekur til starfa árið 1950. Allt leiklistarfólk batt
miklar vonir við stofnun leikhússins, en þær enduðu í beiskum vonbrigðum
hjá ýmsum; Lárus var einn af þeim. Hann var eins og fleiri mjög ósáttur við
skipan Guðlaugs Rósinkranz í embætti þjóðleikhússtjóra og síðar við margt í
stjórn hans og stjórnarháttum. Honum sveið ekki minnst, að Guðlaugur skyldi
ekki fela sér að stjórna leiklistarskóla Þjóðleikhússins, heldur gera sjálfan sig
að skólastjóra, enda var það furðuleg ráðstöfun.5 Hann fékk auðvitað góð
hlutverk, en á milli þeirra gátu liðið langir tímar. Leikstjórnarverkefnin voru
misgóð, sum þeirra góð og gjöful, en önnur af því tagi að hann taldi sér þau
vart samboðin - og það með fullum rétti.6
Lárus Pálsson var ekki maður þeirrar gerðar sem herðist í mótlætinu. I því