Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Síða 132

Andvari - 01.01.2009, Síða 132
130 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Stefanía Guðmundsdóttir, mikilhæfasti leikari íslendinga á fyrri hluta síð- ustu aldar, er dæmi um hið fyrrnefnda.1 Hún lagði Reykjavík að fótum sér um leið og hún kom fram seytján ára gömul á sviði Góðtemplarahússins. Það gerði Lárus Pálsson að vísu ekki þegar Reykvíkingar sáu hann leika í fyrsta skipti í skólaleik snemma árs 1933. Menn veittu honum þó strax svo mikla eftirtekt að síðasta veturinn, sem hann var í menntaskóla, bauð Indriði Waage honum lítið hlutverk í Manni og konu, leikriti þeirra Emils Thoroddsens upp úr skáldsögu Jóns Thoroddsens. En átta árum síðar, þegar Lárus sté fram í hlutverki söngkennarans Celestins í óperettunni Nitouche, þurfti enginn að velkjast í vafa um að stjarna væri fædd. Þá hafði Lárus numið listina og fengið dýrmæta starfsreynslu á sviðum Kaupmannahafnar. Hann átti að baki strangan skóla og hafði staðist dóm kröfuharðra lærimeistara og gagnrýnenda sem stóðu föstum fótum á grunni gamalgróinnar leikhúshefðar með náin tengsl við Evrópuþjóðirnar. Danir voru þá sannarlega engin útkjálkaþjóð á þessu sviði, ef einhver skyldi halda það. Litlar sem engar líkur eru til þess að Lárus hefði orðið nokkru betri leikari, þótt hann hefði farið til náms eitthvert annað, til Englands eða Þýskalands. Ferill Lárusar Pálssonar næstu ár eftir heimkomuna síðla árs 1940 verður samfelld sigurganga. Hann er vart fyrr stiginn á land en hann er ráðinn til Leikfélags Reykjavíkur.2 Þar bíða hans metnaðarfull og heillandi viðfangs- efni, bæði sem leikara og leikstjóra. Hann er einnig eftirsóttur í Utvarpinu og einn veturinn er hann fenginn til að hafa umsjón með útvarpsleikritunum. Þau eru þá að verða æ fyrirferðarmeiri dagskrárliður, þó að sérstakur leik- listarstjóri væri ekki ráðinn að stofnuninni fyrr en árið 1947.3 A sumrin er hann á þönum út um land að lesa upp og leiklesa fyrir landsbyggðarfólkið.4 Síðast en ekki síst stofnar hann leiklistarskóla sem veitir nánast öllum burðar- leikurum næstu kynslóðar á eftir fyrstu undirstöðumenntun þeirra. Já, hann er sannarlega „golden boy“ íslenskrar leiklistar á þessum tíma; það er eins og flest blómstri í höndunum á honum. En síðan tekur að halla undan fæti. Lárus ræðst sem leikari og leikstjóri til Þjóðleikhússins, þegar það tekur til starfa árið 1950. Allt leiklistarfólk batt miklar vonir við stofnun leikhússins, en þær enduðu í beiskum vonbrigðum hjá ýmsum; Lárus var einn af þeim. Hann var eins og fleiri mjög ósáttur við skipan Guðlaugs Rósinkranz í embætti þjóðleikhússtjóra og síðar við margt í stjórn hans og stjórnarháttum. Honum sveið ekki minnst, að Guðlaugur skyldi ekki fela sér að stjórna leiklistarskóla Þjóðleikhússins, heldur gera sjálfan sig að skólastjóra, enda var það furðuleg ráðstöfun.5 Hann fékk auðvitað góð hlutverk, en á milli þeirra gátu liðið langir tímar. Leikstjórnarverkefnin voru misgóð, sum þeirra góð og gjöful, en önnur af því tagi að hann taldi sér þau vart samboðin - og það með fullum rétti.6 Lárus Pálsson var ekki maður þeirrar gerðar sem herðist í mótlætinu. I því
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.