Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 138

Andvari - 01.01.2009, Blaðsíða 138
136 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI standa við það. Þorvaldur hefur lesið sér mjög vel til um danskt leikhús þess- ara ára og má vera að hann sé á köflum full örlátur á fróðleik sinn um það. Engu að síður var þetta sá skóli Lárusar, sem mótaði hann mest, og vel þegið að eiga svo ljósa og lifandi mynd af honum á íslensku. í fyrsta kafla bókarinnar er nokkuð greint frá fjölskyldu Lárusar og þeim aðstæðum sem þau Hólmfríður, einkasystir hans, ólust upp við. Hér sakna ég þess mjög hversu lítið er fjallað um ættir Lárusar. Þorvaldur er að vísu ekki eini ævisöguritari síðustu ára sem flaskar á þessu. Hann minnist lítillega á föðurættina, ætt Páls Oskars Lárussonar, sem var sonur Lárusar Pálssonar, hómópata. Var Lárus hómópati þekktur maður á sinni tíð og hefur sonardóttir hans, Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri, ritað ævisögu hans. Lárus ólst upp í nágrenni við þessa föðurfjölskyldu sína í Reykjavík og hún því eðlilegur þátttakandi í uppvaxtarsögunni. Af kynnum hans við ættmenn norðanlands segir hins vegar sama og ekki neitt. A einum stað er vitnað í bréf frá frænda hans, Þorsteini Þorsteinssyni frá Daðastöðum, en ekkert kemur fram um til- drög þeirra kynna.18 Þetta áhugaleysi um uppruna Lárusar þykir mér meira en lítið furðulegt, ekki síst í ljósi þess að Jóhanna Þorgrímsdóttir frá Ormarslóni, móðir hans, var komin af og skyld ýmsu gáfuðu og listhneigðu fólki norð- an- og austanlands og að þaðan má rekja skyldleika við ýmsa nafnkunna listamenn.19 Þorvaldur nefnir einungis, að margir hafi talið leiklistarhæfileika Lárusar komna úr móðurkyninu.20 Því fremur hefði maður talið ástæðu til að skyggnast þar betur um gættir. Sambandi Lárusar við móður sína tel ég raunar að hefði þurft að gera mun betri skil. Þegar Lárus tilkynnti föður sínum um þau áform sín að ger- ast leikari, brást Páll Óskar hart við því; hafði víst hugsað sér að sonur sinn yrði læknir líkt og afi hans og alnafni.21 Þessi viðbrögð eru skiljanleg í ljósi aðstæðna; allir íslenskir leikarar voru enn áhugamenn og í augum almennings lítið útlit fyrir að það gæti breyst í nánustu framtíð. Aðeins voru liðin fáein ár frá því að Haraldur Björnsson hafði gefist upp á því að reyna að lifa af leiklistarstörfum. Foreldrar Lárusar voru langt frá því að vera efnafólk, lifðu bæði á handafla sínum, eins og þá var sagt, en af því að börnin voru ekki fleiri gátu þau styrkt þau nokkuð til náms. Jóhanna brást hins vegar öðruvísi við en maður hennar og eftir að Lárus hafði tekið sína ákvörðun og sýnt að hann hafði fullan vilja og burði til að fylgja henni eftir, var hún bersýnilega viss í sinni sök. Sýnir það best hug hennar, einurð og viljastyrk, að hún taldi ekki eftir sér að ganga á fund æðstu ráðamanna til að afla syninum stuðnings, þegar mest lá á.22 Móðir Lárusar hefði sannarlega átt skilið stærri hlut í sögu sem þessari, einnig þegar á líður, en þá hverfur hún bókstaflega úr sögunni. Af sambandi og samskiptum þeirra mæðgina, þegar á leið, segir ekkert, en faðir Lárusar lést árið 1949 og lifði Jóhanna hann í fimmtán ár, dó aðeins fjórum árum á undan syni sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.