Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2009, Side 140

Andvari - 01.01.2009, Side 140
138 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI hinn ferski blær? Á hvern hátt voru vinnubrögð hans nýstárleg? Hvaða nýja strauma bar hann með sér? Og hvernig var umhorfs í því leikhúsi sem Lárus kaus að gera að starfsvettvangi sínum tuttugu og sex ára gamall? Síðustu spurningunni reynir Þorvaldur Kristinsson lítt að svara í riti sínu. Hann vitnar í alþýðlegt rit Sveins Einarssonar, Leikhúsið við Tjörnina, um að fjórði áratugurinn hafi verið „eins konar millibilsástand í sögu félagsins“. Fátt hafi verið um nýjungar í verkefnavali og gömul sundurþykkja einstaklinga og fjölskyldna viljað loða við starfið.26 Heldur þykir mér það nú snöggsoðin afgreiðsla á langri forsögu. Þorvaldur freistar þess ekki einu orði að ræða hvað hafi helst einkennt verkefnaval L.R. fyrir 1940. Fyrstu tvö leikritin, sem Lárus setur á svið eftir heimkomuna það ár, eru erlend samtímaverk. Með því sýndi hann í verki að hann vildi kynna löndum sínum eitthvað af því sem hann taldi best og brýnast í leikritun samtímans. Þeirri stefnu hélt hann til streitu eftir mætti. Hún kann að hafa tekist misjafnlega og svo mikið er víst að hvorki gagnrýnendur né þorri áhorfenda kunnu alltaf að meta það sem Lárus kom með af þessu tagi.27 Nú voru nýleg erlend leikrit síður en svo nokkurt nýmæli á verkefnaskrá L.R. En að hvaða leyti voru hin fyrri leikrit ólík þeim sem Lárus kaus að fást við? Voru þau ef til vill, að öðru jöfnu, meira léttmeti en það sem hann hafði fram að færa? Áttu þau kannski ekki eins mikið erindi við íslendinga og hin nýju leikrit Lárusar? Um leikstjórn Lárusar er fjallað almennt í einum af undirköflum þriðja hluta, og þar einkum stuðst við vitnisburð gamalla nemenda hans sem síðar unnu með honum sem leikarar.28 Það er læsileg og ágæt umfjöllun, svo langt sem hún nær. En hún ber óneitanlega nokkurn svip minningargreinarinnar þar sem einkum er tjaldað til því sem fegurst verður sagt um hinn látna. Leik- stjórn Lárusar þarf einnig að reyna að skoða í víðara samhengi, eftir því sem föng eru til. Annars er örðugt að trúa því að hann hafi verið þar jafn mikill nýjungamaður og Þorvaldur vill vera láta. Þorvaldur segir á einum stað, að Lárusi hafi í sýningum sínum tekist „að skapa jafnræði og samstillingu sem menn höfðu ekki átt að venjast.“29 Það getur vel verið að þetta sé rétt. En í reynd hefur Þorvaldur ekki mikið við að styðjast. Leikdómar á fimmta áratugnum voru yfirleitt fremur lélegir; þetta var áður en menn á borð við Ásgeir Hjartarson og Agnar Bogason, sem eru fremstu leikdómarar okkar um miðja síðustu öld, koma til sögunnar, en þeir byrja báðir að skrifa skömmu fyrir 1950. Orðalag Þorvalds er áberandi almennt og óljóst: „Jafnræði og samstilling“ - hvað merkja þessi orð nánar til tekið? Eg skil reyndar ekki orðið „jafnræði“ í þessu samhengi - á hann við að leikendur hafi verið jafnráðir um túlkun sína? Og í framhaldi af því: Valdi Lárus e.t.v. betur í hlutverk en aðrir leikstjórar? Lagði hann meiri rækt en þeir við samleikinn? Var hann betri persónuleikstjóri en þeir, lagnari við að virkja dulda hæfileika leikenda? Var hann hugkvæmari en hinir leikstjór-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.