Andvari - 01.01.2009, Page 143
ANDVARI
HAMLET (SLENSKRAR LEIKLISTAR?
141
En þá er ekki óeðlilegt að spyrja á móti, hvort honum hafi að sínu leyti
verið nokkuð sérlega umhugað um að gefa þeim tveimur góð hlutverk. Þeir
voru þó alltaf leikarar rétt eins og hann sjálfur. Ætli þeir hefðu haft nokkuð
á móti því að geta stöku sinnum einbeitt sér að leiklistinni, án þess að þurfa
að bera ábyrgð á sviðsetningunni? Hvað Indriða Waage varðar sýnist því
fljótsvarað: hann lék aðeins tvisvar í sýningum Lárusar í Iðnó (í Háa-Þór
1940 og Vopnum guðanna 1943). Haraldur þáði hins vegar stór og veigamikil
hlutverk úr hendi Lárusar og þakkar honum það raunar í sjálfsævisögunni.33
Samvinna þeirra tveggja er skýr vitnisburður um það hversu góður persónu-
leikstjóri Lárus gat verið, þegar hann náði sambandi við þann sem hann var
að vinna með. í endurminningum Ævars R. Kvarans, sem var þá ungur leik-
ari hjá L.R., er bráðskemmtileg lýsing á því hvernig Lárus tuktar Harald til
á æfingum leikritsins Á flótta, sem hann setti upp haustið eftir að hann kom
heim.34 Þorvaldur vitnar ekki í þá frásögn, en hefur eftir Gunnari Eyjólfssyni,
að Lárusi hafi tekist að ná fram „því kómíska í fari leikarans“, þ.e. Haralds,
með því að hamra á því við hann. Þó að það komi ekki beint fram virðist þar
átt við túlkun Haralds á Shylock í Kaupmanninum í Feneyjum, en Gunnar fór
með lítið hlutverk í þeirri sýningu.351 hlutverki Shylocks vann Haraldur einn
frægasta leiksigur sinn, sýndi og sannaði hversu mikilhæfur leikari hann gat
verið, og ekki að raunalausu að hann helgar hlutverkinu heilan kafla í sjálfs-
ævisögunni.36
Haraldur Björnsson og Lárus áttu því margt saman að sælda á þess-
um árum. Haraldur hélt dagbók, sem aldrei fyrr hefur verið vitnað til og
Þorvaldur fengið aðgang að, fyrstur fræðimanna. í henni kemur margt fram
um samskipti þeirra og sitthvað sem fram fór að tjaldabaki, en ekki fór hátt
utan leikhússins. Meðal annars skýrir Haraldur dagbókinni frá því að Lárus
hafi reiðst sér heiftarlega, þegar hann ákvað að fela öðrum leikara, gömlum
nemanda Lárusar raunar, Gunnari Eyjólfssyni, að leika Galdra-Loft. Haraldur
setti leikinn á svið í Iðnó haustið 1948. Svo stóð á, að Lárus hafði veturinn
áður leikið Loft undir stjórn Haralds í Útvarpinu. En Haraldur var ekki sáttur
við túlkun Lárusar, og ákvað því að hafa þennan hátt á. Til þess hafði hann
vitaskuld fullan rétt, en Lárusi sárnaði það eigi að síður mjög, þó að hann léti
kyrrt liggja við aðra en Harald.37 Viðbrögð Lárusar kunna að virðast - og eru
vissulega - barnaleg, en þau eru skiljanleg og staðfesta hve miklar áhyggjur
hann hafði af stöðu sinni sem leikara um þær mundir.
Þrátt fyrir þetta var Lárusi full alvara með því, sem hann sagði í bréfinu til
Hólmfríðar: að hann vildi leggja af þann hátt að leika og leikstýra í senn. Það
sýndi hann í verki. í Lárusarsögu Þorvalds eru nefnd tvö dæmi um að hann
hafi ákveðið að fela öðrum leikurum stór hlutverk sem hann hafði í upphafi
^tlað sjálfum sér.38 Og eftir að í Þjóðleikhúsið kom dró mjög úr ferðum hans
á svið í þeim sýningum sem hann stýrði sjálfur. Hann lék fáein hlutverk með