Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 143

Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 143
ANDVARI HAMLET (SLENSKRAR LEIKLISTAR? 141 En þá er ekki óeðlilegt að spyrja á móti, hvort honum hafi að sínu leyti verið nokkuð sérlega umhugað um að gefa þeim tveimur góð hlutverk. Þeir voru þó alltaf leikarar rétt eins og hann sjálfur. Ætli þeir hefðu haft nokkuð á móti því að geta stöku sinnum einbeitt sér að leiklistinni, án þess að þurfa að bera ábyrgð á sviðsetningunni? Hvað Indriða Waage varðar sýnist því fljótsvarað: hann lék aðeins tvisvar í sýningum Lárusar í Iðnó (í Háa-Þór 1940 og Vopnum guðanna 1943). Haraldur þáði hins vegar stór og veigamikil hlutverk úr hendi Lárusar og þakkar honum það raunar í sjálfsævisögunni.33 Samvinna þeirra tveggja er skýr vitnisburður um það hversu góður persónu- leikstjóri Lárus gat verið, þegar hann náði sambandi við þann sem hann var að vinna með. í endurminningum Ævars R. Kvarans, sem var þá ungur leik- ari hjá L.R., er bráðskemmtileg lýsing á því hvernig Lárus tuktar Harald til á æfingum leikritsins Á flótta, sem hann setti upp haustið eftir að hann kom heim.34 Þorvaldur vitnar ekki í þá frásögn, en hefur eftir Gunnari Eyjólfssyni, að Lárusi hafi tekist að ná fram „því kómíska í fari leikarans“, þ.e. Haralds, með því að hamra á því við hann. Þó að það komi ekki beint fram virðist þar átt við túlkun Haralds á Shylock í Kaupmanninum í Feneyjum, en Gunnar fór með lítið hlutverk í þeirri sýningu.351 hlutverki Shylocks vann Haraldur einn frægasta leiksigur sinn, sýndi og sannaði hversu mikilhæfur leikari hann gat verið, og ekki að raunalausu að hann helgar hlutverkinu heilan kafla í sjálfs- ævisögunni.36 Haraldur Björnsson og Lárus áttu því margt saman að sælda á þess- um árum. Haraldur hélt dagbók, sem aldrei fyrr hefur verið vitnað til og Þorvaldur fengið aðgang að, fyrstur fræðimanna. í henni kemur margt fram um samskipti þeirra og sitthvað sem fram fór að tjaldabaki, en ekki fór hátt utan leikhússins. Meðal annars skýrir Haraldur dagbókinni frá því að Lárus hafi reiðst sér heiftarlega, þegar hann ákvað að fela öðrum leikara, gömlum nemanda Lárusar raunar, Gunnari Eyjólfssyni, að leika Galdra-Loft. Haraldur setti leikinn á svið í Iðnó haustið 1948. Svo stóð á, að Lárus hafði veturinn áður leikið Loft undir stjórn Haralds í Útvarpinu. En Haraldur var ekki sáttur við túlkun Lárusar, og ákvað því að hafa þennan hátt á. Til þess hafði hann vitaskuld fullan rétt, en Lárusi sárnaði það eigi að síður mjög, þó að hann léti kyrrt liggja við aðra en Harald.37 Viðbrögð Lárusar kunna að virðast - og eru vissulega - barnaleg, en þau eru skiljanleg og staðfesta hve miklar áhyggjur hann hafði af stöðu sinni sem leikara um þær mundir. Þrátt fyrir þetta var Lárusi full alvara með því, sem hann sagði í bréfinu til Hólmfríðar: að hann vildi leggja af þann hátt að leika og leikstýra í senn. Það sýndi hann í verki. í Lárusarsögu Þorvalds eru nefnd tvö dæmi um að hann hafi ákveðið að fela öðrum leikurum stór hlutverk sem hann hafði í upphafi ^tlað sjálfum sér.38 Og eftir að í Þjóðleikhúsið kom dró mjög úr ferðum hans á svið í þeim sýningum sem hann stýrði sjálfur. Hann lék fáein hlutverk með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.