Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 147

Andvari - 01.01.2009, Page 147
ANDVARI HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR? 145 Haraldi, Þorsteini Ö. og fleirum, var gjaldkeri félagsins fyrstu fjögur árin og gegndi formennsku í eitt ár, 1947-48. Félagsstörf voru annars ekki sérstakt áhugamál hans. Hið eina, sem er borðleggjandi um samskipti Indriða og Lárusar, er að þeir unnu sjaldan saman, hvað sem því olli. Indriði fór nánast aldrei með stór hlutverk í sýningum Lárusar og það er ekki fyrr en árið 1953 að Lárus leikur stórt hlutverk undir stjórn Indriða (Edwood P. Dowd í Harvey), sem var raunar einsdæmi. Þó að Indriði sæti fastur í sessi, er ekki fráleitt að honum hafi fundist sér stafa viss ógn af Lárusi, eða að hann hafi jafnvel fundið til nokkurrar afbrýði gagnvart honum. Það hefði þá sannarlega ekki verið nema mannlegt. Lárus var ekki aðeins menntaður leikari, hann var líka „stjarna“ nánast frá fyrstu stund. Haraldur Björnsson hafði verið ófeiminn við að láta alla heyra álit sitt á „viðvaningunum“ í Iðnó og boða nauðsyn þess að menn lærðu listina í viðurkenndum skólum. Meðal þess sem hann gerði til að koma þeim boðskap sínum á framfæri var blaðagrein um Lárus Pálsson sem hann birti á meðan Lárus var í Kaupmannahöfn.51 Ég skal fúslega trúa því, að Indriði og hans fólk hafi verið nógu stórt í sér til að láta slík skrif ekki á sig fá, en þau hafa þó naumast verið til þess fallin að auka vinsældir Lárusar í þess ranni. Sem fyrr segir: Lárus var „gulldrengur“ leikhússins. Honum var hampað af gagnrýnendum sem á stundum hófu hann til skýjanna og þótti mikið til um það nýjabragð sem var að leiklist hans.52 Hann fékk atvinnutilboð frá útlöndum, setti upp tvær sýningar í Noregi um miðjan fjórða áratuginn: Gullna hliðið í Osló árið 1946 og Á flótta Roberts Ardrey í Bergen árið eftir. Þó að ekki yrði framhald á þessari „útrás“ og hann virðist ekki hafa fengið fleiri atvinnutilboð að utan, hafa menn verið öfundaðir fyrir minna. Öðru má ekki gleyma: Lárus var talsvert yngri en margir helstu samstarfsmenn hans; hann var tæplega tuttugu árum yngri en Arndís Björnsdóttir og Brynjólfur Jóhannesson og fimmtán árum yngri en Valur Gíslason og Indriði Waage. Sagnir hafa geymst um harðar rimmur milli hans og sumra eldri leikaranna, þó að heimildir nefni ekki nöfn þeirra sem honum lenti saman við.53 Fimmti áratugur aldarinnar var tvímælalaust eitt af bestu tímabilum leik- hússins á síðustu öld. L.R. sækir fram í verkefnavali og listrænum vinnu- brögðum, við hlið þess - og raunar í samkeppni við það - blómstra revíur sem aldrei fyrr, enn eru settar upp vinsælar óperettur. Áð sjálfsögðu nýtur þessi tími samanburðar bæði við það sem hafði farið á undan og það sem kom á eftir. Alls ekki má gera of lítið úr þeim vanda sem við var að eiga innan leik- hússins, þar sem starfsandinn var sannarlega ekki ávallt til fyrirmyndar og helstu liðsoddar löngum saupsáttir. Með Lárusi og Þorsteini Ö. Stephensen var náið alla tíð; þeir voru báðir menntamenn, sem skildu gildi listrænnar skólunar. Auk þess voru þeir sam-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.