Andvari - 01.01.2009, Side 156
154
JÓN VIÐAR JÓNSSON
ANDVARI
Hann spyr og kallar eftir áliti vinar síns í ólíkum efnum og lætur hann senda sér
bækur og handrit eftir að styrjöldinni lýkur. Þá leggur hann nær árlega í ferðir til
nágrannalandanna til þess að fylgjast með því sem merkast þykir á fjölum leikhúsanna.
Haustið 1946 segir Tim honum helstu leikhústíðindi frá Kaupmannahöfn og veltir
vöngum yfir skáldskap Jean-Paul Sartre um það leyti sem þrjú af verkum hans eru á
fjölum leikhúsanna þar í borg. Af orðum beggja má ráða að hvorugur er ginnkeyptur
fyrir tískubylgjum í listinni en spyrja þeim mun oftar um það hvar „mannlegt og
jákvætt" leikhús sé að finna, eins og þeir félagar orða það. „Sartre-æðið er eitthvað sem
maður verður að þraukasegir Tim, „mér finnst hann ekki eins jákvæður og sumir vilja
vera láta; biðjum þess að það jákvæða við þessa Frakka sé það að þeir ryðji veginn, kalli
beinlínis fram sannari, jákvæðari leiklist."76
Hvað hér er átt við með „mannlegu og jákvæðu“ leikhúsi, er ekki gott að
segja, nema að orðalagið ber augljóslega sterkan keim af vinstrimennsku
þeirra félaga. Existentíalismi Sartres hefur, samkvæmt þessu, ekki verið
eftirsóknarverður í þeirra augum, og varla þá absúrdisminn sem upp kemur
í kjölfarið með höfundum á borð við Beckett, Ionesco, Genet, Adamov o.fl.
Hvað Lárus Pálsson hugsaði um þann „skóla“ kemur hvergi fram, líklega
eru engar heimildir til um það. Sjálfur kom hann lítt við sögu absúrdleikja á
íslandi, nema hvað hann lék Bérenger í Nashyrningunum sem fyrr er getið.
En Nashyrningana er auðvitað vel hægt að skoða sem ádeilu á alræðissam-
félög samtímans og þá múgsefjun sem þeim fylgdi og var ein af undirrótum
þeirra.
Voru það ef til vill slíkir ádeiluleikir sem hann vildi að hefðu meiri fram-
gang innan leikhússins? Þó að beinan vitnisburð skorti er engin ástæða til
að halda að Lárus hafi nokkuð haft á móti því að leikhúsið tæki pólitíska
og siðferðislega afstöðu, gagnrýndi borgaralegt samfélag, styrkti trú manna
á félagslegar breytingar í sósíalískum eða sósíaldemókratískum anda. Þegar
þeir Tiemroth eru að ræða hvaða tökum skuli taka Hamlet Danaprins í Iðnó
hefur Lárus þau orð um leikritið að það sé „skrambi nærtæk mynd af tíð-
aranda“.77 Það er sem sé uppreisnarmaðurinn Hamlet og þjóðfélagsgagnrýn-
andinn, sem þarna á að sýna, ekki hinn hugsjúki efasemdamaður. Eyvindur
Erlendsson, sem var nemandi í leiklistarskóla Þjóðleikhússins og tók þátt í
sýningunni á Júlíusi Sesari árið 1959, segir mér að sér hefði fundist einhvers
konar pólitík vefjast þar fyrir Lárusi; hann hafi öðrum þræði viljað sjá Brútus
sem fulltrúa uppreisnarinnar gegn harðstjórn Sesars. En þó að mynd leikrits-
ins af Sesari sé sannarlega tvíbent, eins og svo margt hjá meistaranum frá
Avon, þá munu fáir telja að lesa megi úr leiknum einhvers konar velþóknun á
athöfnum drottinssvikarans Brútusar.
Var vandi Lárusar Pálssonar ef til vill sá að hann vildi öðrum þræði sjá leik-
húsið færast í átt til róttækni, en skorti þrek og viljafestu til að halda þeirri stefnu
til streitu? Að hann var sjálfur eins konar Hamlet í leikhúsinu, gat hvorki vegið