Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2009, Side 156

Andvari - 01.01.2009, Side 156
154 JÓN VIÐAR JÓNSSON ANDVARI Hann spyr og kallar eftir áliti vinar síns í ólíkum efnum og lætur hann senda sér bækur og handrit eftir að styrjöldinni lýkur. Þá leggur hann nær árlega í ferðir til nágrannalandanna til þess að fylgjast með því sem merkast þykir á fjölum leikhúsanna. Haustið 1946 segir Tim honum helstu leikhústíðindi frá Kaupmannahöfn og veltir vöngum yfir skáldskap Jean-Paul Sartre um það leyti sem þrjú af verkum hans eru á fjölum leikhúsanna þar í borg. Af orðum beggja má ráða að hvorugur er ginnkeyptur fyrir tískubylgjum í listinni en spyrja þeim mun oftar um það hvar „mannlegt og jákvætt" leikhús sé að finna, eins og þeir félagar orða það. „Sartre-æðið er eitthvað sem maður verður að þraukasegir Tim, „mér finnst hann ekki eins jákvæður og sumir vilja vera láta; biðjum þess að það jákvæða við þessa Frakka sé það að þeir ryðji veginn, kalli beinlínis fram sannari, jákvæðari leiklist."76 Hvað hér er átt við með „mannlegu og jákvæðu“ leikhúsi, er ekki gott að segja, nema að orðalagið ber augljóslega sterkan keim af vinstrimennsku þeirra félaga. Existentíalismi Sartres hefur, samkvæmt þessu, ekki verið eftirsóknarverður í þeirra augum, og varla þá absúrdisminn sem upp kemur í kjölfarið með höfundum á borð við Beckett, Ionesco, Genet, Adamov o.fl. Hvað Lárus Pálsson hugsaði um þann „skóla“ kemur hvergi fram, líklega eru engar heimildir til um það. Sjálfur kom hann lítt við sögu absúrdleikja á íslandi, nema hvað hann lék Bérenger í Nashyrningunum sem fyrr er getið. En Nashyrningana er auðvitað vel hægt að skoða sem ádeilu á alræðissam- félög samtímans og þá múgsefjun sem þeim fylgdi og var ein af undirrótum þeirra. Voru það ef til vill slíkir ádeiluleikir sem hann vildi að hefðu meiri fram- gang innan leikhússins? Þó að beinan vitnisburð skorti er engin ástæða til að halda að Lárus hafi nokkuð haft á móti því að leikhúsið tæki pólitíska og siðferðislega afstöðu, gagnrýndi borgaralegt samfélag, styrkti trú manna á félagslegar breytingar í sósíalískum eða sósíaldemókratískum anda. Þegar þeir Tiemroth eru að ræða hvaða tökum skuli taka Hamlet Danaprins í Iðnó hefur Lárus þau orð um leikritið að það sé „skrambi nærtæk mynd af tíð- aranda“.77 Það er sem sé uppreisnarmaðurinn Hamlet og þjóðfélagsgagnrýn- andinn, sem þarna á að sýna, ekki hinn hugsjúki efasemdamaður. Eyvindur Erlendsson, sem var nemandi í leiklistarskóla Þjóðleikhússins og tók þátt í sýningunni á Júlíusi Sesari árið 1959, segir mér að sér hefði fundist einhvers konar pólitík vefjast þar fyrir Lárusi; hann hafi öðrum þræði viljað sjá Brútus sem fulltrúa uppreisnarinnar gegn harðstjórn Sesars. En þó að mynd leikrits- ins af Sesari sé sannarlega tvíbent, eins og svo margt hjá meistaranum frá Avon, þá munu fáir telja að lesa megi úr leiknum einhvers konar velþóknun á athöfnum drottinssvikarans Brútusar. Var vandi Lárusar Pálssonar ef til vill sá að hann vildi öðrum þræði sjá leik- húsið færast í átt til róttækni, en skorti þrek og viljafestu til að halda þeirri stefnu til streitu? Að hann var sjálfur eins konar Hamlet í leikhúsinu, gat hvorki vegið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.