Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2009, Page 159

Andvari - 01.01.2009, Page 159
ANDVARI HAMLET ÍSLENSKRAR LEIKLISTAR? 157 Samskipti Lárusar við aðra leikara voru ekki ætíð auðveld. Hann náði ugg- laust góðu sambandi við suma nemendur sína og meðleikendur, en á ýmsu gat þó gengið í skiptum hans við þá. A blaðsíðu 304 í Lárusarsögu er birt mynd sem mér finnst á einhvern hátt geta verið mjög táknræn fyrir stöðu Lárusar. Hún er frá 1957 og sýnir hann í hópi annarra leikenda sem eru um þær mundir að æfa Kirsuberjagarð Tsjekhovs. Hún ber með sér að vera tekin í æfingahléi, trúlega snemma á æfingatíma: fólk er í sínum eigin fötum. Þau Indriði Waage og Arndís Björnsdóttir eru sitjandi á einhvers konar sviðspalli, harla glaðbeitt að sjá; Indriði er með göngustaf sem gæti hafa verið hluti af gervi hans; við fótskör þeirra sitja tvær yngri leikkonur, Guðrún Asmundsdóttir og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Sú síðarnefnda nýtur sýnilegs áhuga Indriða. Er ekki eitt- hvað pínulítið mefistófelískt við hann þar sem hann virðir ungu konuna fyrir sér, eilítið sposkur á svip? Að baki þeim sitja þeir Valur Gíslason, Baldvin Halldórsson og Ævar R. Kvaran, en hópurinn hverfist utan um Arndísi og Indriða sem mynda þungamiðju hans. Utan við þessa þyrpingu og eilítið til hliðar stendur Lárus og horfir beint í auga myndavélarinnar, föstu augnaráði en óneitanlega nokkuð dapurlegu. Það er eins og hann sé á einhvern hátt utan við hópinn, hluti af honum - og þó ekki. Undir lok bókarinnar fjallar Þorvaldur um þá spurningu hvers konar leik- ari Lárus Pálsson hafi verið og skrifar: „Við eina manngerð lagði hann rækt umfram aðrar, naut þess að kveikja í henni líf og valdist oft í slík hlutverk ef hann færði sér þau ekki sjálfur - og það gerði hann oft á ferli sínum. Þetta var maðurinn sem ekki veldur örlögum sínum, leiksoppur aðstæðna og eigin bresta, sá sem stendur á jaðrinum í einum eða öðrum skilningi. Upphaf þessa var Pierre í Ósigrinum, þar var tónninn sleginn, en fjöldi hlutverka vísar í sömu átt: Hektor, Pétur Gautur, Hamlet, séra Helgi í Uppstigningu, Georg í Músum og mönnum, Bérenger í Nashyrningunum og svo má áfram telja. Af tragikómískum hlutverkum er Jón Grindvicensis dæmigerður slíkur, einnig Karl konungur í Heilagri Jóhönnu, Argan í ímyndunarveiki Moliéres og Jeppi Holbergs. Sá sem stendur utan hópsins, horfir á lífið álengdar, oftar en ekki skotspónn annarra - öll þessi hlutverk fela þetta hlutskipti í sér og þau urðu helsta íþrótt hans og aðalsmerki.“81 Hann vitnar einnig í merkilegt viðtal sem Steinar J. Lúðvíksson tók við Lárus og birtist í Morgunblaöinu árið 1967, þar sem Lárus taldi þau hlutverk henta sér best sem sameinuðu harm og skop. »Það er líkast mannlífinu“, sagði hann, „íbland brosa og tára “82 Þessum þræði, sem Lárus sjálfur gefur hér upp, hefði Þorvaldur getað fylgt betur eftir. Þegar leikferill Lárusar er skoðaður í heild verður ekki hjá því komist að álykta, að kómísk hlutverk eða tragikómísk hafi verið sterkasta hlið hans. í þeim fann hann augljóslega eitthvað sem hljómaði vel við upplag hans og lífsafstöðu. í Danmörku hafði hann kynnst gamalgróinni kómískri leikhefð og orðið handgenginn henni. í dómi, sem Agnar Bogason skrifaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.